Andvari - 01.01.1996, Side 71
ANDVARI
HULDUMANNA GENESIS
69
sögu styðst við þjóðsögur og Jýjóðtrú sem þá var við lýði í landinu.111 Skyld
sögn kemur einnig fyrir hjá Alfa-Árna, sem næst segir frá.
Sagnir frá Álfa-Árna
I Desjarmýrarannál, sem séra Halldór Gíslason á Desjarmýri skráði um
miðja 18. öld, er Sagan af Ljúflinga-Árna, sem einnig var nefndur Álfa-
Arni. Árni þessi Vilhjálmsson var frá Lambeyri við Reyðarfjörð. Hann var
við útróðra í Seley fyrir mynni fjarðarins, og komst þá í kynni við dóttur
álfaprestsins í eynni, sem sóttist eftir að eiga hann. Átti sá atburður að hafa
gerst árið 1743, samkvæmt annálnum. Þegar Árni vildi ekki þýðast hana
gerðist hún ærið harðleikin og lagði á hann furðulegan og þrálátan sjúk-
dóm. Presturinn, faðir hennar, reyndi þó að bæta um fyrir Árna og voru
þeir vinir alla ævi. Árni hefur þetta eftir álfaprestinum, úr biblíu álfanna:
En þegar guð skóp Adam í öndverðu, skóp hann og so strax kvinnu handa hönum, so
sem ritningin segir. Þessi varð strax frjóvsöm og fékk getnað, og sem hún sá, hvílík
nytsemi væri að því kvenlega kyni, þóttist hún Adam of góð, og vildi ei þýðast hann.
Þetta straffaði guð, so hann skildi hana frá manninum, úrskurðaði hana seka og synd-
uga, sökum sinnar drambsemi og óhlýðni, og meðal annars uppálagði henni það
straff, að hún með sínum niðjum skyldi lifa, og halda sig í fylgsnum jarðarinnar. En á
tíma syndaflóðsins þá lét guð af þessu fólki nokkra af komast í einum hellir. Nú sem
Adam var einmana orðinn, sagði guð: „Það er ei gott að maðurinn sé einsamall etc.“.
Gekk þá til sem segir í yðar biblíu. 11
Saga Álfa-Árna er til í ýmsum handritum og útgáfum. Er nokkur mismun-
Ur á frásögninni um uppruna álfa í þeim, enda þótt allar eigi þær að vera
hafðar eftir Árna sjálfum. Ólafur Sveinsson í Purkey á Breiðafirði tók sög-
una upp í Álfarit sitt (1830), og þar er þetta haft eftir Árna:
Einu sinni beiddi Árni prest að sýna sér álfanna biblíu, eður hvörnin þeirra trúar-
brögð væri. Hann gjörir það og er þar fyrst um sköpun heimsins og allra hluta, viðlíka
og hjá oss, og um Adam og Evu, allt samstemma vorum biblíum, og so syndafallið.
En soleiðis áttu álfarnir að vera fráskildir öðrum mönnum, að eitt vatn átti að renna
skammt frá sem Adam og Eva bjó, og var Eva eitt sinn að þvo sín börn sem mörg
voru, og hafði ekki þvegið nema eitt eður tvö. Þá kallar guð til hennar, en hún varð
hrædd og heldur þessum börnum sem þvegin voru, en hin skilur hún eftir. Þá átti guð
að segja til hennar: „Áttu ekki fleiri börn en þetta?“ „Nei“, segir hún af hræðslu. Þá
svarar guð: „Það sem á að vera hulið fyrir guði skal fyrir mönnum hulið vera.“ Síðan
hvörfu þessi börn, sem óþvegin voru, frá henni og sá hún þau ekki meir. Þau voru
ekki mörg allt til syndaflóðsins; þá fóru þau um syndaflóðið inn í einn hellir, og lét
svo sjálfur guð aftur dyrnar hellirsins. Síðan hefur það mikið fjölgað. Lögmálið held-
ur það líkt sem vér, trúir á Kristum sig endurleyst hafi, so og á heilagan anda, allt við-
líkt og vér, so þess trú er sem vor trú. Soleiðis talaði Árni þar um.12