Andvari - 01.01.1996, Page 73
andvari
HULDUMANNA GENESIS
71
Álfar sem fallnir englar
I þjóðsögum Jóns Árnasonar hefur allt frá fyrstu prentun þeirra verið önn-
Ur saga um uppruna álfa, sem þó hefur ekki vakið eins mikla athygli. Hún
segir frá manni, er var einn á ferð og fór villur vegar. Að lokum hitti hann
bæ, sem hann þekkti ekki, og fékk þar góðar móttökur hjá húsfreyjunni.
Auk hennar voru þar tvær stúlkur, ungar og fríðar. Bað gesturinn um að fá
3Ó sofa hjá annarri stúlkunni og var það látið eftir honum.
Leggjast þau nú út af. Vildi þá maðurinn snúa að henni, en fann þar engan líkama
sem stúlkan var. Þreif hann þá til hennar, en ekkert varð milli handa hans; þó var
stúlkan kyrr hjá honum í rúminu svo hann sá hana alltaf.
Hann spyr hana þá hvernig þessu vfki við. Hún segir að hann skuli ekki undrast
þetta, „því ég er líkamlaus andi“, segir hún. „Þegar djöfullinn forðum gjörði uppreisn
á himni, þá var hann og allir sem með honum börðust, rekinn út í ystu myrkur. Þeir
sem horfðu á eftir honum voru reknir burtu af himni. En þeir sem hvorki voru með
né móti honum, og í hvorugan flokkinn gengu, voru reknir á jörðu niður og skipað að
búa í hólum, fjöllum og steinum, og eru þeir kallaðir álfar eða huldumenn. Þeir geta
ekki búið saman við aðra en sjálfa sig. . . Þeir hafa engan slíkan líkama sem þér
mennskir menn, en geta þó birst yður þegar þeir vilja. Ég er nú ein af þessum flokki
hinna föllnu anda, og því er engin von að þú getir haft meira yndi af mér en orðið
er.“14
Eitthvað er þessi saga úr takt við aðrar íslenskar þjóðsögur, því að þess
^un óvíða eða hvergi annarsstaðar vera getið, að mennskir menn geti ekki
n°tið líkamlegra samvista við huldufólk, ef það óskar þess, og er fjöldi
Sagna því til staðfestingar. Hér eimir því annaðhvort eftir af hinni fornu
kenningu kristinnar kirkju, að álfar séu illir andar, eða sögnin er erlend að
uPpruna, nema hvorttveggja sé.
Víða í Evrópu náði skoðun kirkjunnar á álfum mun meiri fótfestu en hér
a landi, og þar eru sögur í svipuðum anda ekki sjaldgæfar, þ.e. að lostfagrar
alfameyjar reynast vera loftkenndar eða þá spýtubútar eða annað drasl,
Þegar til kastanna kemur.
Sagan af Álfi og Álfvöru
Sigfús Sigfússon ritaði inngangskafla að álfasögum í safni sínu, er hann
uefnir Um uppruna álfa. Vísar hann þar til þjóðsagna Jóns Árnasonar og
uorra-Eddu, en bætir við frá eigin brjósti:
Alfar eru göfugastir og merkastir jarðbúa; meiri hluti þeirra eru svo líkir oss mönn-