Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 81

Andvari - 01.01.1996, Page 81
andvari HINN LANGI OG SKÆRI HUÓMUR 79 yfir mæltu máli, að hafa gaman af að tjá tíðindi í orðum - í sögu eða ljóði - eða heyra þessi sömu tíðindi? Þar kom um síðir að einhverjir tóku að skálda tíðindi og kveða um upplogna atburði. Er ekki sagnaskemmtan og ijóðakyrjan meðal frumlægra eðlisþátta mannsins? Skáldskapur er eftirlíking af lífi eða a.m.k. einhverju sem gæti verið líf eða hefði getað gerst. Þessvegna verður hann ávallt heimild um líf þess tíma er hann varð til. Sumir telja hann jafnvel betri heimild en sagnfræði. »Sagnfræði er með nokkrum hætti enn barnalegri tilraun en skáldsaga til að skapa goðsögn af staðreyndum,“ segir Halldór Laxness í „Persónuleg- um minnisgreinum um skáldsögur og leikrit“. Skáldskapur er sprottinn af lífi, endurspeglar líf. Hann er „goðsögn um staðreyndir“. Hann er þó líka annað og meira. Allur mikils háttar skáld- skapur umskapar líf og veruleika okkar sem við honum tökum. - Skáld eru sjáendur, sagði Arthur Rimbaud. Skáld, sem einhvers virði eru, gefa okkur þessa sýn. Þau sjá heiminn nýrri sjón og gefa okkur ný augu. Þar með breyta þau lífi okkar, breyta lífsskilningi okkar, breyta því hvernig við sjáum og skynjum heiminn. Ekkert hérlent skáld á fyrsta fjórðungi þessarar aldar átti að því meiri hlut en Einar H. Kvaran að breyta lífsskilningi íslendinga og mati þeirra á hfsgildum. Hann er meðal höfuðsmiða þess lífs sem síðan hefur verið lifað á íslandi. II Einar Gísli hét hann fullu nafni og fæddist í Vallanesi á Fljótsdalshéraði 6. des. 1859. Foreldrar hans voru Hjörleifur Einarsson og fyrri kona hans Guðlaug Eyjólfsdóttir. Árið eftir fluttist hann með þeim að Blöndudalshól- um í Austur-Húnavatnssýslu þar sem faðir hans var prestur næsta áratug en fór þá að Goðdölum í Skagafirði. Einar hóf nám í Lærða skólanum 1875 °g ári síðar fluttist faðir hans með fjölskyldu sína að Undirfelli í Vatnsdal þar sem hann sat uns hann lét af prestsskap. Einar undi illa í Lærða skólanum. Taldi hann andrúmsloftið þar ein- kennast af harðýðgi og þröngsýni. Hann tók þó mjög virkan þátt í félagslífi skólapilta og lenti þar í hatrömmum illdeilum sem leiddu til þess að honum var vikið úr skólafélaginu ásamt m. a. Hannesi Hafstein og Bertel Þorleifs- syni, en höfuðandstæðingarnir voru Skúli Thoroddsen og Sigurður Stefáns- son, síðar prestur í Vigur og alþingismaður. Sannaðist þá sem oftar að lengi man til lítilla stunda því að langt fram eftir ævi þessara manna eimdi eftir af þessum erjum æskuáranna. Strax í Lærða skólanum gerðist Einar mikil- Vlrkur í skáldskapariðkunum. Einkum orti hann ljóð en hafði þó þegar fyr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.