Andvari - 01.01.1996, Page 81
andvari
HINN LANGI OG SKÆRI HUÓMUR
79
yfir mæltu máli, að hafa gaman af að tjá tíðindi í orðum - í sögu eða ljóði -
eða heyra þessi sömu tíðindi? Þar kom um síðir að einhverjir tóku að
skálda tíðindi og kveða um upplogna atburði. Er ekki sagnaskemmtan og
ijóðakyrjan meðal frumlægra eðlisþátta mannsins?
Skáldskapur er eftirlíking af lífi eða a.m.k. einhverju sem gæti verið líf
eða hefði getað gerst. Þessvegna verður hann ávallt heimild um líf þess
tíma er hann varð til. Sumir telja hann jafnvel betri heimild en sagnfræði.
»Sagnfræði er með nokkrum hætti enn barnalegri tilraun en skáldsaga til
að skapa goðsögn af staðreyndum,“ segir Halldór Laxness í „Persónuleg-
um minnisgreinum um skáldsögur og leikrit“.
Skáldskapur er sprottinn af lífi, endurspeglar líf. Hann er „goðsögn um
staðreyndir“. Hann er þó líka annað og meira. Allur mikils háttar skáld-
skapur umskapar líf og veruleika okkar sem við honum tökum.
- Skáld eru sjáendur, sagði Arthur Rimbaud. Skáld, sem einhvers virði
eru, gefa okkur þessa sýn. Þau sjá heiminn nýrri sjón og gefa okkur ný
augu. Þar með breyta þau lífi okkar, breyta lífsskilningi okkar, breyta því
hvernig við sjáum og skynjum heiminn.
Ekkert hérlent skáld á fyrsta fjórðungi þessarar aldar átti að því meiri
hlut en Einar H. Kvaran að breyta lífsskilningi íslendinga og mati þeirra á
hfsgildum. Hann er meðal höfuðsmiða þess lífs sem síðan hefur verið lifað
á íslandi.
II
Einar Gísli hét hann fullu nafni og fæddist í Vallanesi á Fljótsdalshéraði 6.
des. 1859. Foreldrar hans voru Hjörleifur Einarsson og fyrri kona hans
Guðlaug Eyjólfsdóttir. Árið eftir fluttist hann með þeim að Blöndudalshól-
um í Austur-Húnavatnssýslu þar sem faðir hans var prestur næsta áratug
en fór þá að Goðdölum í Skagafirði. Einar hóf nám í Lærða skólanum 1875
°g ári síðar fluttist faðir hans með fjölskyldu sína að Undirfelli í Vatnsdal
þar sem hann sat uns hann lét af prestsskap.
Einar undi illa í Lærða skólanum. Taldi hann andrúmsloftið þar ein-
kennast af harðýðgi og þröngsýni. Hann tók þó mjög virkan þátt í félagslífi
skólapilta og lenti þar í hatrömmum illdeilum sem leiddu til þess að honum
var vikið úr skólafélaginu ásamt m. a. Hannesi Hafstein og Bertel Þorleifs-
syni, en höfuðandstæðingarnir voru Skúli Thoroddsen og Sigurður Stefáns-
son, síðar prestur í Vigur og alþingismaður. Sannaðist þá sem oftar að lengi
man til lítilla stunda því að langt fram eftir ævi þessara manna eimdi eftir
af þessum erjum æskuáranna. Strax í Lærða skólanum gerðist Einar mikil-
Vlrkur í skáldskapariðkunum. Einkum orti hann ljóð en hafði þó þegar fyr-