Andvari - 01.01.1996, Page 94
92
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
og víðsýnu góðborgarar. í þeim hópi eru séra Þorvaldur og yfirdómarinn í
Ofurefli og Gulli, Melan konsúll í Sálin vaknar og Gunnsteinn læknir í
Sambýli.
Þetta persónusafn leiðir hugann að því að um sögusvið og félagslegt um-
hverfi lýsa sögur Einars tveimur ólíkum heimum.
í smásögunum, en þær samdi hann flestar á fyrra skeiði höfundarferils
síns áður en hann hóf skáldsagnaritun, lýsir hann einkum íslensku sveitalífi
og því bændasamfélagi sem hann þekkti frá æskuárum sínum.
I skáldsögunum öllum nema Sögum Rannveigar er sögusviðið Reykjavík
og hann lýsir því samfélagi sem var að vaxa upp í hinni ungu höfuðborg ís-
lendinga. í raun og veru er Einar H. Kvaran fyrsta mikla Reykjavíkur-
skáldið.
Jafnhliða þessari breytingu breytist höfundarafstaða Einars. í smásögun-
um nær öllum eru smælingjarnir og olnbogabörnin söguhetjur hans og
sögusamúðin er öll hjá þeim. í skáldsögunum er vonin hins vegar tengd vel
menntuðum, mannúðlegum og víðsýnum borgurum.
VII
Lifandi bókmenntir þekkjast á því að þær taka vandamál til umræðu, sagði
Brandes. Skáldin eiga í verkum sínum að freista þess að lækna meinsemdir
mannfélagsins, sagði Zola. Undir þessi grundvallarsjónarmið tók Einar enn
hálfáttræður í ávarpi sínu, sem áður var til vitnað. „Eg lít svo á, sem öll list
í bókmentunum eigi að vera í þjónustu þess [þ.e. lífsins].
Og eg er sannfærður um, að mennirnir séu þess verðir, að þeim sé hjálp-
að. Það er sannfæring mín, að mennirnir séu góðir, ef nógu djúpt sé eftir
grafist.“ Þetta sagði hann.
Hvaða vandamál tók þá Einar H. Kvaran til umræðu í skáldverkum sín-
um? Hvaða mein vildi hann lækna?
í öllum verkum sínum er hann boðberi mannúðarstefnu í víðasta skiln-
ingi. Hann deilir á harðýðgi, misrétti og miskunnarleysi þess íslenska sam-
félags sem hann þekkti frá æsku sinni og samtíð. Ádeila hans beinist jöfn-
um höndum að efnislegum, veraldlegum fyrirbærum sem andlegum kúgun-
aröflum og kvalavöldum. Kjarni hennar birtist með hvað hnitmiðuðustum
hætti í ræðu Þórðar í Vík við Þorgerði á Skarði í sögunni „Vistaskipti“:
[. • •] eg trúi því, að þeir, sem níðast á smælingjum, séu andstygð guðs. Eg trúi því, að
þeim, sem fara illa með lítil börn, sem þeim er trúað fyrir, verði fleygt út í yztu myrk-
ur. Eg trúi því, að þú farir til helvítis, Þorgerður. Og þ e 11 a eru alveg eins góð trúar-
brögð eins og nokkur önnur.