Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 96

Andvari - 01.01.1996, Side 96
94 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON ANDVARI til 1912 og eftir það Sálarrannsóknafélags íslands sem stofnað var 1918 og ritstjóri tímarits þess. Auk þess samdi hann og gaf út sérstök rit um spírit- isma, t.a.m. Samband við framliðna menn (Rvk. 1905), Dularfull fyrirbrigði (Rvk. 1906), Lífog dauði (Rvk. 1917) og Trú og sannanir (Rvk. 1919). Fljót- lega eftir að Einar hóf skipulegt starf í samtökum spríritista tókst náin sam- vinna með honum og fremsta fulltrúa nýrra biblíurannsókna og einhverjum frægasta predikara íslensku kirkjunnar, Haraldi Níelssyni. Saman áttu þeir meginhlut að því að móta ný trúarviðhorf og nýjar guðshugmyndir íslensku þjóðarinnar. I stað hins refsingasama guðs rétttrúnaðarins og útskúfunar- kenningarinnar, sem gerði ráð fyrir kvölum í helvítisvist, mótaðist hug- myndin um algóðan, gæskufullan guð þar sem enginn var dæmdur til vítis- vistar annars heims. Vissulega getum við kallað þessi viðhorf grein af mannúðarhugsjón pósitívismans þó að aðalhöfundur hans afneitaði guð- legri tilvist. Eftir að Einar hóf ritun skáldsagna settu þessi nýju trúarviðhorf æ sterk- ari svip á hneigð verka hans og persónusköpun þeirra. Hann ætlar sögum sínum það hlutverk að lækna meinsemdir mannlífsins með kærleiksboð- skap og fyrirgefningarkröfu kristinnar trúar. Boðun þeirra viðhorfa taldi hann mikilvægasta þjónustu sína í þágu lífsins. Fyrsti fullmótaði málssvari þessara sjónarmiða í sögum Einars er séra Þorvaldur í Ofurefli og Gulli. Bæði hefur hann orðið fyrir yfirskilvitlegri reynslu að hætti spíritista og trúarviðhorf hans eru mótuð af hinni nýju, mildu guðfræði. Síðan fylgir Eggert ritstjóri í Sálin vaknar, Gunnsteinn læknir í Sambýli og Rannveig í Sögum Rannveigar. Vissulega er það réttmætt sem fundið hefur verið að sköpun slíkra per- sóna í sögum Einars að þær lifa ekki ávallt sjálfstæðu lífi, þróast og breytast í rás atburðanna eða sýna á sér nýjar og óvæntar hliðar heldur hlýða þær og lúta tilgangi höfundar síns, eru handbendi hans í þeim tilgangi hans að bæta heiminn. VIII Líklega hefur Einar hvergi í sögum sínum lagt jafnmikla áherslu á mann- lega samábyrgð og orsakasamhengi allra hluta eins og í Sambýli. Nafnið er táknrænt. Vísar ekki aðeins til sambýlis aðalsöguhetjanna í einu húsi í Reykjavík, heldur og sambýlis alls lifandi lífs í alheiminum. Sagan gerist á heimsstyrjaldarárunum fyrri og hvunndagslegustu atvik í lífi reykvískrar al- þýðu standa í orsakasambandi við illvirki úti í heimi. Gunnsteinn læknir horfir á hrottalegan leik fákæns drengs sem kveikt hefur dálítinn eld í rusli og skemmtir sér við að kasta ánamöðkum á logana:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.