Andvari - 01.01.1996, Page 99
andvari
HINN LANGI OG SKÆRI HUÓMUR
97
Síður en svo! Hann gaf okkur ný augu, opnaði okkur ný sannindi.
Kannski var hann eins og sá guð sem Sigurður Nordal lýsti - ljósgeisli sem
klauf myrkrið án þess að sigra það. Síðan Einar H. Kvaran var á dögum
hefur það þótt ljótt á íslandi að vera vondur við smælingja. Ef það er rétt,
sem ég held, að samfélag okkar nú sé mannúðlegra, umburðarlyndara og
jafnvel víðsýnna en var á hans dögum, þá er það vegna þess að hugsjónir
hans og boðskapur náðu að festa rætur í hugum landsmanna hans.
Auðvitað biðu hans þau örlög eins og annarra að hverfa inn í skugganna
ríki. Sögur hans eru ekki lengur lesnar í hverju húsi, jafnvel gleymdar flest-
um nema fáeinum eftirlegukindum frá fyrri tíð. Þó að hann ráði ekki leng-
ur hljómi íslandsklukkunnar, geta menn, ef þeir grafa fram verk hans og
lesa bestu sögur hans, heyrt hljóm af ætt annarrar klukku sem Halldór Lax-
ness hefur lýst, klukkunnar á Mosfelli sem grafin var úr fjóshaug og fest
upp í nýrri kirkju:
Klukkan var fest upp í kórnum, vinstramegin við altarið, í þessari nýu kirkju. Pað er
einginn efi á því að þessi klukka geymir hljóm síðan úr fornöld. Presturinn sagðist
ætla að hríngja henni sjálfur við barnaskírnir af því hljómurinn í henni væri svo fal-
legur meðan hann væri að deya út. [. . .] Tónn hennar er mikill í sér, lángur og skær
og dvín titrandi.
Þann hljóm eiga verk Einars H. Kvarans.
^ Andvari 96