Andvari - 01.01.1996, Page 100
ÁRNI SIGURJÓNSSON
Nútímaleg skáldsagnagerð
Um œskuverk Sigurjóns Jónssonar rithöfundar
Framúrstefnuárin 1919-1929
Árin 1919-1929 hafa verið talin deiglutímabil í íslenskri bókmenntasögu, án
glöggra megineinkenna. Kristinn E. Andrésson segir að aðalsérkenni þessa
tímabils sé
algjört formleysi, óskapnaður. Þjóðfélagið á enga fasta mótun, bókmenntirnar enga
ákveðna stefnu. Það á sér stað margvísleg leit að formi, bæði fyrir þjóðlífið og bók-
menntirnar, en áratugurinn fer allur í tilraunir og leit (1949, 33).
Þessi orð ber að skoða í ljósi þess að í huga Kristins eru bókmenntir þriðja
áratugarins umfram allt aðdragandi að sósíalískum bókmenntum fjórða
áratugarins, og þess vegna virðist sem hann harmi þessa „leit“ - leitin var
að nokkru leyti óþörf í hans augum, því sósíalisminn var þegar þekktur og
fundinn. Setninguna kann því að mega túlka sem svo að áratugnum hafi
verið sóað í tilraunir og leit, að dómi Kristins.
Heldur væri það þá harður dómur. Ljóst má telja að mikil gróska var í ís-
lenskum bókmenntum á þessum tíma. Heimir Pálsson hefur sagt að um til-
raunir var einkum að ræða hjá skáldum sem enn voru í mótun á þessum
tíma, ekki hjá rithöfundum sem þegar höfðu hlotið „viðurkenningu og
traustan sess“ (1990, 160).
Gróska og tilraunir koma á þessum tíma fram hjá framúrstefnuhöfund-
um á borð við Sigurð Nordal (Fornar ástir, 1919), Jón Thoroddsen (Flugur;
1922), Pórberg Þórðarson (Bréf til Láru, 1924), Huldu (Myndir, 1924) og
Halldór Laxness (Vefarinn miklifrá Kasmír, 1927), svo og í ljóðum Jóhanns
Jónssonar og Halldórs. í prósaverkunum er áberandi að menn prófa ný
form: I Fornum ástum er nóvelletta með ljóðrænu og heimspekilegu ívafi
(Hel), Flugur eru prósaljóð, Myndir örsögur að hluta, Bréftil Láru er sam-