Andvari - 01.01.1996, Síða 102
100
ÁRNI SIGURJÓNSSON
ANDVARI
og eðli mannsins: hafði stríðið sýnt að maðurinn er ljótur og dæmdur til að
tortíma sjálfum sér? Eða gat hann tekið í taumana og orðið hólpinn með
nýju skipulagi og nýrri trú? Hvort var maðurinn heldur: leiksoppur eða
gerandi?
í því sem hér fer á eftir verður sjónum beint að rithöfundi sem skrifaði
skáldsögur á þriðja áratug aldarinnar og kannað hvernig framúrstefnuleg
einkenni birtast í þeim. Höfundurinn er Sigurjón Jónsson, sem naut athygli
um skeið en er nú að miklu leyti gleymdur.
Sigurjón Jónsson - æviatriði
Sigurjón Jónson rithöfundur er fæddur 2. nóvember árið 1888 í Reykjavík.
Hann var á barnsaldri er faðir hans drukknaði og ólst upp á Húsavík hjá
borgfirskri konu, Guðrúnu Jónsdóttur. Bókina Sögur og œvintýri (1947) til-
einkar Sigurjón fóstru sinni, og er þar reyndar að finna fallegan þátt um
góðsemi Guðrúnar og efnaleysi. Um 1910 var Sigurjón kennari fjóra vetur á
Tjörnesi og tvo í Aðaldal; á styrjaldarárunum var hann bóndi á Völlum í
Eyjafirði. Svo er það fullveldisárið, 1918, sem Sigurjón gerist starfsmaður
Landsbankans í Reykjavík og vann hann þar í þrjátíu og fjögur ár. Sigurjón
bjó um nokkurra ára skeið í Cork á írlandi ásamt enskri konu sinni en
fluttist svo til íslands aftur að henni látinni. Priðji febrúar árið 1980 var
dánardægur Sigurjóns, og var hann þá kominn á tíræðisaldur.3
Rithöfundarferill Sigurjóns Jónssonar skiptist glögglega í tvennt. Liðlega
þrítugur að aldri birtir hann tvö ævintýrasöfn, þrjár skáldsögur og ljóða-
bók; en því næst gerir hann hlé á um átján ára skeið. Það er svo árið 1945
sem hann tekur, tæplega sextugur að aldri, að senda frá sér bækur að nýju
og eru það þá aðallega sögulegar skáldsögur, byggðar á íslenskum fornbók-
menntum, en þær falla utan ramma þessarar greinar.4
Ævintýrin
Á fyrstu árum fullveldisins sýndu íslendingar trúarkenningum mikinn
áhuga, svo sem katólsku, jóga, guðspeki og spíritisma. Sigurjón Jónsson
varð fyrir áhrifum af þessum hræringum og tók einkanlega ástfóstri við
guðspekina, enda ber mikið á endurholdgunarkenningunni og guðspeki-
legu tungutaki í þrem fyrstu bókum hans.