Andvari - 01.01.1996, Side 103
andvari
NÚTÍMALEG SKÁLDSAGNAGERÐ
101
Fyrsta bókin heitir Örœfagróður og er safn ævintýra og ljóða, og kom
hún út árið 1919. í fyrstu sögu þeirrar bókar er sagt frá sál einni sem var
>,auðsjáanlega nýkomin úr efnisför neðan frá jarðríki" (10). í því sambandi
er orðið „efnisför“ forvitnilegt og byggir á hugmyndum um endurholdgun.
Sálin er eilíf og getur brugðið sér til jarðar, þegar verkast vill, og klæðist
hún þá líkama, sem guðspekingar nefndu stundum jarðlíkama eða efnis-
líkama til aðgreiningar frá hinu, sem þeir kölluðu huglíkama. í annarri
shgu, „Ódáinsveigum“, fer dóttir guðs í efnisför til jarðar en drekkur áður
af ódáinsveigum, fyrst drykk máttarins, svo viskunnar og loks kærleikans.
Illa fer fyrir þeim sem drekka bara af einni þessara veiga, að dómi höf-
undar, og telur hann farsælla að blanda þeim hæfilega saman. Auk venju-
legs fólks koma við sögu í bókinni svartálfar, álfameyjar, Al-kærleikur, all-
egórískir ormar sem tákna hatur og girnd, ásamt persónugervingum Lygi,
Kærleika, Óreglu, Léttúðar og Prár (40, 60, 75). Skáldið er meðal annars
að velta fyrir sér þeirri staðreynd að sannleikurinn er ekki alltaf sagna best-
ur - eða að minnsta kosti ekki alltaf vinsælastur - og kenningunni um að
hinn ríki komist ekki í himnaríki. Hvergi verða þessar smásögur rismikill
skáldskapur, enda er prédikunartónninn „full ofarlega í skáldinu“, svo