Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Síða 109

Andvari - 01.01.1996, Síða 109
andvari NÚTÍMALEG SKÁLDSAGNAGERÐ 107 hvernig Jón fíflar konuna, en fyrst fær hann hana til að sýna á sér brjóstin með fortölum og gamansemi: Með titrandi fingrum leysti stúlkan nú af sér lífstykkið. Brjóstin hlupu fram. „Þetta er ekki nóg!“ sagði Jón og hló. „Almáttugur!" tautaði konan. (...) Stúlkan hélt áfram að malda í móinn og tína af sér fötin. (...) Ioksins hafði hún afhjúpað listaverkið algerlega fyrir augunum á Jóni. Og nú stóð það þarna á gólfinu fyrir framan hann alls nakið og lifandi. Jón skalf og kyngdi. Hann horfði soltnum augum og naut í algleymis hrifningu. „Það held ég, að ég sé orðin vitlaus!“ tautaði konan. En svo rétti hún sig upp. Hún breiddi út hvítan faðminn og sagði: „Taktu mig nú!“ (55-56) Áður en af því verður lætur Jón hana þó spígspora nakta um gólfið og meira að segja fara upp á stóla og borð. En dynkur heyrist í næsta herbergi þegar leikurinn berst í rúmið, því auðvitað fellur unnustan Svava í ómegin. Er skemmst frá því að segja að litlu síðar er hún komin með tæringu, leggst inn á Vífilsstaði og deyr. í seinni bókarhlutanum er sagt frá því hvernig glæsimennið og þorparinn Jón á Grund prílar upp mannvirðingastigann með svikum og öðru bralli. Áður en Jón hættir starfi sem forsætisráðherra skipar hann sjálfan sig bankastjóra í Norska bankanum sem fulltrúa íslenska ríkisins, enda hafði hann fundið að bankastjórar gátu verið valdameiri en sjálfur forsætisráð- herrann. „Bankastjóri var fyrsta og æðsta örlagavald þessa lands. Stjórnar- ráð var ekkert til. Landsstjórn engin til. Hér var engin stjórn, nema banka- stjórn“ (140-141). Þess má geta að Sigurður Eggerz, sem var forsætisráð- herra á árunum 1922-1924, skipaði sjálfan sig bankastjóra í íslandsbanka, svo fyrirmyndin hefur verið nærtæk hvað þetta atriði varðar. Áður en skilist er við þessa sögu má til gamans geta þess, að hún fékk allgóðar viðtökur í blöðum og tímaritum. Ritdómari Alþýðublaðsins tekur bókinni fagnandi og segir hana nýjung á margan hátt, þar sem flett sé tæpi- tungulaust og þó hóglátlega ofan af spillingu auðvaldsins í landinu (20/11 1924). Tíminn kemst að þeirri niðurstöðu að persónur bókarinnar séu yfir- leitt frekar neikvæðar en líklega sé þó bóndinn „Eyjólfur gamli á Brekku (. . .) skárstur“ (12/9 1925). Jakob Smári bendir á að af sögunni að dæma hafi höfundur lítið álit á kvenþjóðinni, og einnig segir hann að fjármál í sögunni séu í stökustu óreiðu. „Hefir orðið all mikill hvellur út af því hér í bænum, að bankamaður skuli rita aðra eins lýsingu,“ segir Jakob. „En sá hvellur virðist mér alveg ástæðulaus. (...) og maður þarf ekki að vera bankastarfsmaður, til þess að fara nærri um hvernig það kann að ganga til í bönkunum stundum. Þetta er ein sú djarflegasta bók sem rituð hefir verið á Islandi á síðari árum.“ (Vísir 20/111924) Þá þykir Jakobi að lýsingin á ásta- fari Jóns megi „ekki miklu greinilegri vera“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.