Andvari - 01.01.1996, Side 126
124
JÓN KARL HELGASON
ANDVARI
Þessi orð kveiktu skemmtileg skoðannaskipti á Alþingi. Sagðist Jónas Jónsson geta
ímyndað sér að næst yrði „talað um hvar kontrapunkturinn hafi verið í Guðrúnu Ósvíf-
ursdóttur eða Kjartani eða Bolla“. Sjá Alþingistíðindi 1941. Fimmtugasta og áttunda lög-
gjafarþing, bindi B (Reykjavík: Alþingi 1943), d. 116.
23. Sigurður Nordal, Hrafnkatla, s. 66. Hér má ennfremur minna á að útgáfa Halldórs var
byggð á útgáfu Einars Ólafs Sveinssonar á Laxdœla sögu sem komið hafði út í ritröð
Fornritafélagsins árið 1934.
24. Brennunjálssaga, Halldór Laxness sá um útgáfuna (Reykjavík: Helgafell 1945), s. 416.
25. Rétt er að benda á að „lífsskoðanir“ sem greiningarhugtak í umræðu um íslenskar forn-
sögur kemur fyrir hjá Birni M. Ólsen, Um íslendingasögur, s. 75.
26. Þær hugleiðingar sem Halldór setur fram í eftirmála Brennunjálssögu árið 1945 eru efn-
islega samhljóða „Minnisgreinum um fornsögur" sem hann birti í Tímariti Máls og
menningar sama ár og síðar í safninu Sjálfsagðir hlutir. Ritgerðir (Reykjavík: Helgafell
1946), s. 9-66. Astæða væri til að gera samanburð á efni minnisgreinanna og ritum
þeirra Sigurðar Nordals og Einars Ólafs frá þessum tíma.
27. Jafnframt er Halldór trúr þeirri óbeinu sagnfræðilegu hefð sem einkennir formála ís-
lenzkra fornrita þegar hann vekur athygli á að „vitaskuld sé bókin öll mikil heimild um
menningarsögu þrettándu aldar“ (s. 415). Lesendur muni finna að auk annars endur-
spegli Brennunjálssaga þá „tímamótaöld, sem skáldið lifir [...] og fall þjóðveldisins" (s.
417).
28. Sjá Alþingistíðindi 1942. Sextugasta og fyrsta löggjafarþing, bindi C (Reykjavíkur: Al-
þingi 1946), d. 168-220.
29. Þeim sem hafa áhuga á að sjá hvernig Halldór „breytti“ Laxdælu er bent á endur-
skoðaða útgáfu Sverris Tómassonar á útgáfu Halldórs. Þar eru kaflarnir sem Halldór
sleppti prentaðir á viðeigandi stöðum með smærra letri: Laxdœla saga (Reykjavík:
Helgafell 1973). ' v
30. Alþingistíðindi 1942-43, bindi A, d. 720.
31. Alit þremenninganna kann að hafa byggst á einhverri málamiðlun en ætla má að Sig-
urður Nordal hafi haft umtalsverð áhrif á niðurstöðuna.
32. Svava Jakobsdóttir og Jón Hnefill Aðalsteinsson hafa bent mér á að frjálsleg meðferð
Halldórs á Laxdœla sögu hafi verið í andstöðu við skilning íslenska skólans á Islend-
ingasögum sem höfundarverkum og jafnframt yfirlýsta skoðun hans sjálfs.
33. „Þrælsmerki, sem verður að afmást", Sjálfsagðir hlutir, s. 233. Birtist upphaflega í Tíma-
riti Máls og menningar 1943.
34. Hœstaréttardómar 1943 (Reykjavík: Hæstiréttur 1943), s. 238.
35. „Hinn andinn gefur út fornrit", Sjálfsagðir hlutir, s. 242. Birtist upphaflega í Tímariti
Máls og menningar 1944.
36. Sigurður Nordal blandaðist inn í deilur listamanna við Jónas frá Hriflu og háðu þeir
Jónas harðvítuga ritdeilu í kjölfarið. Sjá Guðjón Friðriksson, Ljónið öskrar. Saga Jónas-
ar Jónssonar frá Hrifiu, 3. bindi (Reykjavík: Iðunn 1993), s. 208-18. Jónas dró upp mynd
af baráttu sinni gegn kommúnistum á Alþingi í bókinni Rauðar stjörnur (Reykjavík:
ísafoldarprentsmiðja 1943). Þar er meðal annars birt nefndarálit þar sem Jónas ræðir út-
gáfustarf Halldórs og deilur sínar við listamenn.
37. Sjá Guðjón Friðriksson, Ljónið öskrar, s. 196-207.
38. Brennunjálssaga, s. 415. Gunnlaugur hafði áður myndskreytt útgáfur Halldórs á
Laxdœlu og Hrafnkötlu, enda þótt ekki gæfist tími til að koma myndum hans fyrir í
fyrrnefndu útgáfunni. Þessar myndir voru gefnar út sérstaklega árið 1942; Gunnlaugur
Ó. Scheving, Myndir í Laxdœlu og Hrafnkötlu úr útgáfu Halldórs Kiljan Laxness
(Reykjavík: Víkingsprent 1942).