Andvari - 01.01.1996, Side 132
130
GUNNAR KARLSSON
ANDVARI
En í íslendinga sögu Jóns er aðeins einu sinni vitnað til íslenskrar menn-
ingar, þar sem tekin er upp kenning Sigurðar um að það hafi verið frænd-
garðurinn frá Grími hersi í Sogni sem stofnaði Alþingi íslendinga.14 Nafn
Sigurðar Nordals kemur ekki fyrir í meginmáli bókarinnar, ef treysta má
nafnaskrá hennar, eins og sjálfsagt má gera. Að vísu eru nefningar ekki
einhlítur mælikvarði á það gagn sem Jón Jóhannesson hafði af höfundum,
og fyrir kemur að hann nefni menn ekki af því að hann líti á kenningar
þeirra sem staðreyndir. „Stórfelld tilraun til að endurnýja ásatrú felst í
Völuspá . . .“ segir hann,15 án þess að láta koma fram að þar er hann að
endursegja skoðun Nordals.16 Nöfn Konrads Maurers, Vilhjálms Finsen,
Finns Jónssonar eða Einars Arnórssonar koma ekki fyrir í fyrra bindi ís-
lendinga sögu Jóns heldur.17 Það stendur samt óhaggað að djörfustu og
huglægustu kenningar Islenskrar menningar kynnti Jón ekki í bók sinni og
endurómaði í mesta lagi dauflega, til dæmis þá að söguöldin hefði verið
blómaskeið íslensks þjóðlífs og íslendingar löngum lifað við öfugstreymi,
tvískinnung og fortíðardýrkun eftir að hún leið á enda.18 Mælskur stfll Sig-
urðar, heimspekilegar hugleiðingar, áhugaleysi um sögulegar staðreyndir
og gleymska á þarfir lesenda sem þekkja þær ekki, allt er þetta mikil and-
stæða við nákvæma, hlutstæða og stundum nokkuð atburðahlaðna frásögn
Jóns.
Eftir daga Jóns Jóhannessonar urðu þeir menn áberandi í íslenskri
miðaldasögu sem höfðu meiri áhuga á skyldleika íslendinga við Evrópu-
menninguna en sérkennileika íslenska þjóðveldisins, þeirra áhrifamestir
líklega Magnús Már Lárusson og Björn Þorsteinsson, og þeir áttu litla sam-
leið með Sigurði. Nú eru aftur komnir fram fræðimenn með skoðanir sem
minna dálítið á Sigurð, einkum um að íslenska þjóðveldið hafi verið sér-
stætt og þróast á sjálfstæðan hátt. Ég hef hér t.d. í huga Bandaríkjamann-
inn Jesse Byock.19 En þeir hafa held ég komist að niðurstöðum sínum án
þess að lesa Sigurð Nordal mikið eða átta sig á því að þeir væru í ætt við
hann. Ég get því sparað mér að fjalla meira um sagnfræðileg áhrif Sigurðar;
ég vona bara að þau verði orðin meiri öðrum tveimur áratugum eftir dauða
hans.
Að bera saman við skáldaða veröld
Vandkvæði Jóns Jóhannessonar og samtímamanna hans að nýta sér sagn-
fræði Sigurðar Nordals kunna að felast að hluta til í ágreiningi um sögu-
öldina. Kynslóð Jóns hafnaði eiginlega vegna heimildaskorts þessum uppá-
haldstíma Nordals. En gerðu þeir það ekki einmitt vegna þess að Nordal