Andvari - 01.01.1907, Side 44
38
Af suðurgöngu
að ég hugði að finna þar dr. Thienemann, sem fyrir
nokkrum árum ferðaðist á íslandi, og gerði sig þar
eins að góðu kunnan með lækningum sínum og góð-
mensku, eins og hann síðan í bók þeirri, sem hann
um þessa ferð sína hefir útgefið 1827, hefir borið ís-
landi vel söguna fyrir löndum sínum og með sann-
girni og vægðarghni metið þá ófullkomlegleika, sem
ferðamenn frá svo mentuðum löndum sem lians verða
að finna lijá oss. Eg var eklci svo heppinn að ná
hans fundi; var hann um þessa daga ekki í bænum,
heldur úti á landinu, [og voru] svo sem 2 mílur þang-
að; barst honum sú fregn af nokkrum kunningjum
mínum, að íslendingur væri [þar] á íerð og lét hann
í ljósi við þá löngun sína, að ég heimsækti sig; fórst
það þó fyrir vegna tímans naumleika. Safni þessu
var mjög vel frá gengið; voru þar alls konar steina-
tegundir og mikið safn alls konar dýra, helzt fugla;
í öðrum stofum voru margs konar verkfæri til brúk-
unar í stjörnu- og náttúrufræði og til alls konar
handverks og smíða, svo sem spuna- og vefnaðar-
grindur. Líka var þar mót af staðnum Dresden og
kastalanum Königstein, er liggur skamt þaðan inn
með Elfunni og er innhöggvinn í fjall; er það einasti
kastali Saxakonungsríkis. í japanisku höllinni svo
nefndu geymast margar fallegar marmarastyttur síðan
daga Rómverja; man ég þar sér í lagi eptir einum
Sílenus, sem mér sýndist svo ágætlega frá gengið, og
var hann þar látinn vera svo drukkinn, að hann ætl-
aði að veltast um, var það staklega náttúrlegt og
lilægilegt. í kjöllurunum undir þessari sömu höll er
eiltlivert hið auðugasta porcelains-safn, sem til er; hefir
Dresden verið sér úti um þvílíkt, af því [að], eins
og áður er sagt, porcelainssmíðin var þar [í landi]
uppfundin, og allri fyrirhöfn hefir [þar] verið varið
til þess að taka öðrum þjóðum fram í gerð þess. —
Frá Japan og Kína er þar grúi mikill [alls konar í-