Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 53
Tómasar Sæmundssonar.
47
sem bænhúsið er helgað; fyrir framan það er ætíð
knéfall, hvar þeir kaþólsku, ef viðstaða verður, plaga
að lesa bænir sinar. Allir taka kaþólskir hatta sína
ofan og signa sig, þegar farið er fram hjá nokkru
þvíliku, og láta varla einu sinni keyrslumenn það
undan líða; líka eru þvílík krossmörk og bílæti mjög
algeng á brúm yfir íljót.
Loks kemur upp á efsta hrygginn, sem Geiersberg
er kallaður, og er þar þéttur skógur; opnast þá fyrir
sunnan og neðan mann djúpur dalur, sem liggur frá
útsuðri austur til Elfunnar; hún tekur nú og langa
bugðu til suðui's; sér ofan af hæðinni langt suður
eftir Böhmen og er þar að líta Böhmens hæsta fjall
Wildschauer, eru þó fjöll þessi hvorki eiginlega brött
tii liliða né stórkostleg; eru þau hæst til landsuðurs,
fyrir austan Elfudalinn. Við ferðuðumst nú niður í
dalinn; voru menn þar að dika að ökrum sínum,
létu naut draga yfir þau stórar grindur, sem að neð-
an voru settar stórum járngöddum; rifu þeir allar
tágar og ótermi úr ökrunum og var því í-akað sam-
an í hrúgur og þær brendar til áburðarauka; var því
milcið svæði hlíðarinnar til hægri handar eldum sett
og stóðu reykjarstrókarnir beint upp í loftið. Það er
mjög vanalegt alstaðar, að hafa heldur naut til plæg-
ingar en hesta; hesturinn áorkar að sönnu miklu
meira til dráttar en nautið, [en] aftur kostar minna
að fæða nautið en hestinn. Nautamykjan er betri til
áburðar og nautið má ala og brúka til matar, þegar
það er orðið ónýlt til starfa. Að temja nautin er
örðugt; eru oft til þess settir hringir í miðsnesi þeirra;
ávinst einu nauti að tiltölu miklu meira en tveimur,
þar eð þau sjaldan eru samtaka í að draga beint
áfram. Það þykir betra að leggja klafann við liáls
þeirra en horn, þar eð mestur krafturinn er um bóg-
ana; er alt átak þeirra með framfótum, hestsins þar
á móti með afturfótum. Eigi nautið að halda hold-