Eimreiðin - 01.01.1933, Qupperneq 48
28
UM VÉLVELDI
EIMREIÐIN
Ég hef minst á bankamenn og aðra, sem verzla með það,
sem hingað til hefur verið litið á sem auð heimsins, skuld-
irnar. Manni verður fyrst til þeirra hugsað, af því að þeir
fara með völd heimsins. En vitaskuld er ekki nema sann-
gjarnt að kannast við það, að í raun og veru standa flestir
aðrir með jafn-greindarlausum svip frammi fyrir vandamálum
nútímans. Hagfræðingarnir hafa enn ekkert til lausnar gát-
unnar fram að færa, því að þeir hugsa líka eins og fólkið
gerði á dögum Abrahams. Sama er um Marxistana. Hagfræð-
ingarnir hafa skaðskemt í sér tennurnar við að brjóta þá
hnot, sem Marx nefndi »surplus value*. Þeir geta nú hvílt
sig um skeið, því að fræðistarf Marx er að verða eins forn-
fálegt og mótstöðumanna hans, þegar undirstaða hugsunar-
innar, vinna öreiganna, er ekki lengur að verða til.
Sennilega finst ýmsum lesendum sem þetta mál, sem hér
hefur verið sett fram, sé öfgakent, og staðhæfingarnar ótrú-
legar. Við því hef ég ekkert annað að segja en það, að menn
á Islandi eiga erfitt með að átta sig á þeim tröllslegu breyt-
ingum, sem iðnaðarlíf forystulands iðnaðarins í heiminum,
Bandaríkjanna, hefur tekið á síðustu áratugum, að dómi og
samkvæmt skýrslum þeirra manna, sem mesta hafa þekking-
una á því efni. Og það er mjög holt þjóð vorri að gera sér
sem fyrst grein fyrir, að í uppsiglingu kunni að vera nýjar
hugsanir og nýtt viðhorf á þjóðmálum, sem svarar til þeirra
ytri breytinga, sem gerst hafa. Hugtökin verða endurskoðuð
og sett fram í alveg nýju ljósi. Fyrst og fremst hlýtur hug-
takið auður að taka á sig nýja mynd. Sé það rétt, sem hér
hefur verið haldið fram, að eftirspurn eftir vinnulýð hljóti hér
eftir að fara minkandi alstaðar þar, sem iðnaður hefur náð
því stigi, sem hann hefur náð fremst í dag, þá er þar með
ljóst um leiö, að sjálf aðferðin við að dreifa nauðsynjum um
löndin hlýtur að breytast. Aðferðin, sem hingað til hefur verið
notuð, er að gjalda mönnum kaup fyrir starf við framleiðsl-
una og verja svo kaupinu til þess að afla sér nauðsynjanna.
Þetta hlýtur að leggjast niður, að sama skapi sem þeim fækkar,
sem kaupið þiggja. Allir sjá, að enginn hægðarleikur er að
segja hvað koma eigi í staðinn, en allar tillögur og bollalegg-
ingar í þá átt verða að þvælu, ef sjálfar undirstöðuhugsan-