Eimreiðin - 01.07.1939, Page 19
eimreiðin
En sárast þó sker. —
„Hlæjandi Völundr hófsk at lopti,
grátandi Böðvildr gekk ór eyju.“
(Völundarkviða.)
Völundur hyggur á hefndir.
í höllinni er NíSuður kyr.
Bátskel frá bryggju er hrundið.
Böðvildur undrast og spyr:
— Ó, heimur, svo hreinn og fagur!
Hvergi lokaðar dyr?
Mánabros leikur um öldunnar andlit
svo unglegt og slétt.
— Það er dreymnara nú en í dagsins hyr.
Er sofið um sundsins strendur?
Ó, sær, vertu kyr!
Vektu engan, er væran sefur!
Vaggaðu bárunum hljótt eins og fyr!
Nú miðar þér bátur, — en betur þú skalt!
Þar birtist hin klettótta strönd.
Ó, Völundur!
Djásn þín ég þrái,
en þig ennþá meir,
því þú ert:
himininn, hafið, jörðin,
— alt!
Það dagar.
Og sólin úr sænum rís.
Svipur hálfmánans þurkast út.
Það er vor yfir landi, og vetrarís
engin vera man,
því að vængjum er blakað
og bjarkirnar bruma á ný.