Eimreiðin - 01.07.1939, Page 23
eimreiðin
STÖKUR
255
Síldarátið sækist hratt,
síldarbátar græði,
síldarskjátur syngi glatt
sildarhláturs kvæði.
Kvöldþankar.
Örlög gera út um hag,
auðna sér um borgun,
ætlað mér er eitt í dag,
annað þér á morgun.
Eigðu ei grátt við eldri mann,
að því máttu gæta,
sjálí'ur áttu eins og hann
elli brátt að mæta.
Enginn hreykja ætti sér
yfir veikan bróður,
eins og reykur eyðist hver
yndisleika gróður.
Láni treysta verður valt,
valdi, hreysti, fræðum,
getur breyzt og orðið alt
eins og neisti í glæðum.
Hraustir falla og hrumir, þá
heljar kallar raustin.
Við erum allir eins og strá
upp til fjalla á haustin.
Leikslok.
(Forstuðluð sléttubönd.)
Tjaldið fellur, — æsist átt,
aldinn hrelling þjáir.
Gjaldið elli heimtar hátt,
halda velli fáir.