Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1939, Page 28

Eimreiðin - 01.07.1939, Page 28
260 HAKARLAVEIÐAR Á STRÖNDUM EIMREIÐIN allbreiðu undirlendi, er tengir Gjögur við Ávíkurnar og hið fríða graslendi Trékyllisvíkur. Búðirnar voru reistar hér og hvar í túnjöðrunum á Gjögri og kringum bæinn og munu, er þær voru flestar, hafa orðið 12—15 að tölu. Þær eru nú allar fallnar og aðeins rústir eftir, sem bera hin fornu nöfn. Menn gerðu sig út að heiman í hákarlaverið mjög á sarna hátt að mat og klæðum sem í aðra sjóróðra. Kaffi og sykur var sáralítið eða 1 pund af hvoru til mánaðar, en sýrutunna fylgdi hverju skipi. Aldrei höfðu hákarlamennirnir ráðskonu eða fanggæzlu, heldur var einn af hverri skipshöfn eldasveinn, og var það ávalt sami maður út alla vertíðina. Það var aidía- starf, sem hinir tóku engan þátt í. Á sjónum var fram um 1880 aldrei kveiktur eldur um borð í skipunum, heldur aðeins hafður með kaldur matur, sem nægja myndi til viku eða meira, því svo löng gat legan orðið og enda lengri, ef afli var tregur, og vond veður eða hrakn- ingar bættust þar á ofan. Eigi var heldur um neinn svefn að ræða í sjóferðunum, sem heitið gat. Hið mesta var ef menn dottuðu ofan í hendur sér eða drógu ýsur yfir vöðunum, þó fyrir gæti það komið að menn fleygðu sér á plittana stund og stund í góðu veðri, ef lítið var að gera. Það var því hörð barátta og þrelemönnum einum fær, sem þessir gömlu sægarpar háðu, liggjandi í opnu skipi langt úti á hafi, með sjó í miðjum hlíðum eða vel það á stundum, svefn- litlir í 5—10 sólarhringa við vossama vinnu, engan heitan mat eða drykk, heldur e. t. v. hálffreðinn, eigandi yfir höfði sér norðanstórhríð og óvissa landtöku. Það var hinn stórmerkilegi framkvæmda- og dugnaðarmaðui' Guðmundur í Ófeigsfirði, sem fyrstur byrjaði á því að hafa eld um borð í skipunum og hita þar kaffi og elda annan mat. Það fór þannig fram, að varalceðjan eða drekakeðjan var hringuð niður á annan plittinn og hvolft þar yfir botnlausum pottgarmi, og eldurinn síðan látinn koma þar í, en ketillinn eða annað eldunarílát sett þar yfir, eins og á hlóð. Vart mun þetta nú hafa verið nein sældareldstó við að fást í misjöfnu veðri, en hún gerði þó sitt gagn og var mjög mikilsverð fram- för frá því sem áður var.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.