Eimreiðin - 01.07.1939, Page 34
266
HÁKARLAVEIÐAR Á STRÖNDUM
EIMHEIÐIN
Húsárfoss í Ófeigsfirði.
Hákarlaskipin höfðu aldrei með sér eldivið að heiman,
heldur keyptu relcavið til eldsneytis þar uorður frá. Hákarl-
inn var skorinn í stykki og borinn saman í hrúgur meðan á
vertíð stóð. Af bökum stórra háltarla var flett skrápnum, og
nefndist það hreinn hákarl.
Hákarlinn var fluttur heim og kasaður þar, en skift áður,
svo hver féldc sinn hlut til verkunar, en það var mjög mis-
jafnt hversu mönnum fórst það úr hendi.
Kösunin út af fyrir sig var ekki vandaverk, hákarlinn var
aðeins borinn í hrúgu í dæld eða skvompu, urðaður þai'
með grjóti og moldarhnausum og látinn liggja í kösinni a
sumar fram. Þá var hann tekinn og þveginn og skorinn i
hæfilegar lengjur og hengdur upp í hjall til herzlu og þurk-
unar. Þótti þá mestu varða, að vindur blési um hann sem
oftast og mest. Hákarl frá Eyjum á Bölum var víðfrægur uOT
Strandir fyrir gæði og ávalt nefndur Eyjahákarl.
Sami siður átti sér stað á Gjögri og í verstöðvunum við
Djúp, að þeir sem komu nýir byrjuðu á því að glírna um
„sýsluna“, og varð sá sýslumaður, sem flestar hafði bylt"
urnar. Landlegur voru oft hæði tíðar og langar, og voru þa
glímur helzta skemtunin. Dálítið var teflt, en spil sáust varlm