Eimreiðin - 01.07.1939, Qupperneq 44
276
UTLI STÆRÐFRÆÐINGURINN
EIMREIBIN
En nú sér hún samt, að hún verður að gera það. Eftir tvo eða
þrjá daga fáið þér baðvatnið yðar. En mér fanst ég verða að
segja yður, hvað ...“ En nú var Marennahundurinn búinn að
ná sér eftir undrunina og stökk alt í einu urrandi af stað.
Gamli maðurinn reyndi að halda í við dýrið, togaði í bandið,
riðaði við og lét svo undan ... „hvað mér þykir fyrir ...
hélt hann áfram á meðan hundurinn dró hann burtu, „að
þessi misskilningur ...“ En það var vonlaust. „Sælir.“ Hann
hrosti kurteislega, bandaði afsakandi með hendinni, eins og
hann hefði alt í einu munað eftir áríðandi stefnumóti og hefði
ekki tíma til þess að skýra hvað það væri. „Sælir.“ Hann tók
ofan og gaf sig svo algerlega á vald hundinum.
Viku seinna fór svo vatnið að renna, og daginn eftir að við
höfðum fengið fyrsta haðið, kom signora Bondi, klædd í dúfu'
grátt atlask skreytt perlum, til þess að heilsa upp á okkur.
„Erum við nú búin að semja frið?“ spurði hún dásamlega
opinská, um leið og hún heilsaði með handabandi.
Við fullvissuðum hana um, að svo væri af okkar hálfu.
„En hversvegna skrifuðuð þér mér svona hræðileg3
ókurteis bréf?“ sagði hún og leit svo ásakandi á mig, að þa®
hefði getað hrært forhertan glæpamann til iðrunar og yfir'
bótar. „Og svo þessi stefna. Hvernig gátuð þér fengið þai®
af yður? Til konu ...“
Ég tautaði eitthvað um dæluna, og að við hefðum gjarnan
viljað fá bað.
„En hvernig gátuð þér búist við, að ég mundi vilja hlusta
á yður, þegar þér voruð í þessum ham? Hvers vegna reynduð
þér ekki fyrir yður á annan hátt — með kurteisi og þýðu við-
móti?“ Hún brosti lil mín og lét titrandi augnalokin siga.
Ég áleit heppilegra að skifta um umræðuefni. Þegar mað*11
hefur rétt fyrir sér, er óþægilegt að svipur manns sýni hið
gagnstæða.
Nokkrum vikum síðar fengum við hréf — bæði hraðsent og
með ábyrgð — þar sem signora spurði okkur hvort við ætluð-
um að endurnýja leigusamninginn, (sem var til hálfs árs) °o
tilkynti okkur, að ef svo yrði, mundi húsaleigan hækkuð 11 m
25%, vegna þeirra endurbóta, sem gerðar höfðu verið. Okkui
fanst sjálfum við vera heppin, þegar við loks eftir mikið þja1''