Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1939, Side 50

Eimreiðin - 01.07.1939, Side 50
282 LITLI STÆRÐFRÆÐINGURINN eim reiðin skilja, að við álitum signoru Boncli alt annað en heppilega fóstru fyrir Guido. Og Carlo virtist vera okkur samdóma. Auk þess þótti honum ákaflega vænt um drenginn. „En verst af öllu er,“ sagði Carlo að lokum vonleysislega, „að ef hún hefur í raun og veru einsett sér að ná í barnið, lætur hún einskis ófreistað — einskis.“ Eg sá, að hann hefði eins og ég gjarnan kosið, að eðlisfræð- ingarnir hefðu byrjað að spreita sig á barnlausum konum, blóðríkum og skapmiklum að eðlisfari, áður en þeir fóru að fást við frumeindina. Og þó — hugsaði ég, þegar ég sá hann ganga föstum löngum skrefum meðfram sólpallinum og heyrði hann syngja fullum hálsi, málmsterkri, þróttmikilli röddu: —- það er ósvikinn kraftur þarna, nægilegur lífsþróttur í þessum fjaðurmögnuðu limum, bak við þessi ljósu, gráu augu, til þess að heyja harða orustu við samansafnaða lífsorku signoru Bondi. Það var nokkrum dögum seinna, að grammófónninn minn og þrjár öskjur með plötum komu frá Englandi. Þetta var mikill ánægjuauki fyrir okkur þarna á fjallinu, því að hann færði okkur hið eina, sem á vantaði i andlega frjósamri ein- verunni — sem að öðru leyti var hreinasta Robinson Crusoe- eyja — sem sé hljómlistina. Það er ekki margbreytileg hljóm- list, sem hægt er að hlusta á í Flórens nú á dögum. Þeir tímar eru liðnir, þegar dr. Burney gat ferðast fram og aftur um ítalíu og hlustað á óteljandi nýja söngleiki, hljómkviður, kvartetta og kantötur. Svo og þeir dagar, þegar lærður tónfræðingui'. sem aðeins stóð föður Martini frá Bologne að baki, gat dáðst að því, sem bændurnir sungu, og umferðaleikarar börðu og blésu á hljóðfæri sín. Ég hef ferðast vikum saman fram og aftur um skagann og varla heyrt annað en „Salome“ eða fas' istamarzinn. í höfuðborgum Norður-Evrópu, sem annars eru ekki auðugar af því, sem gerir lífið bærilegt, hvað þá þægi' legt, er blómlegt hljómlistarlíf. Það er ef til vill eina skynsam- lega ástæðan fyrir mann til að búa þar. Önnur þægindi — skipulagður gleðskapur, fólk, samræður af æði misjöfnu tagi> veizlugleði — hvað er þetta, þegar öllu er á botninn hvolft, nema andleg útgjöld, sem ekkert gefa í aðra hönd? Og svo kuldinn, myrkrið, skíturinn, rakinn og óþverrinn ... Nei, þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.