Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1939, Síða 76

Eimreiðin - 01.07.1939, Síða 76
308 ÍÞRÓTT ÍÞRÓTTANNA — MÁLSNILDIN EIMREIÐXN en bjargálna að þessu leyti. Og ein íþrótt íslenzku-garpa er fólgin í þeirri fimi að hafa vald á iist orðaleikja. Tökum t. d. vísubotn Andrésar Björnssonar, um þingmann: „Enda er greyið undirrót annara þingsins róta.“ Orðaleikur er til þess fallinn að segja í fám orðum meíra en unt er blátt áfram og betur en annars er hægt og á rninni- legra hátt. Hann getur naumast varðað við lög, þó að illkvitt- inn sé og að efni svívirðilegur í aðdróttun. Þessi grein átti eigi að fjalla uin málsnild i sundurlausum orðum, þó að hún sé mikilvæg. Öllum mönnum er ljóst hve hún á mikið undir sér, eða réttara sagt þeir menn, sem kunna að beita henni í ræðu eða riti. Ræðusnillingar geta vafið uni fingur sér „háttvirtum kjósendum“ og notað þá sér til „fjár og frama“. Það er sagt um Hitler, að hann telji þýðingarlaust fyrir ræðumann að tala til almennings með skynsamleguni rökum. Hann gildrar fyrir fólkið, og hans líkar, með þvi að veiða það með upphrópunum og tilfinningaþys. Þá er íþrótt að verki, þegar svo er teflt. Hitt er annað mál, að sú list er eigi „ættuð svo sem bezt má verða“. Sumir ltalla slíka menn lodd- ara, og vil ég eigi deila um nafnið við einn né neinn. Málsnildin kemst á hæsta stig, þegar henni er þannig beitt í Ijóðagerð, að ströngustu reglum er fylgt. Torveldar reglur ljóðagerðar hafa knúð skáldin til að skapa orð og varðveita, fágæt orð, sem til voru frá ómuna tíð. Orðabók Sveinbjarnar Egilssonar yfir skáldamálið sýnir þann mikla orðaauð, sem íslenzk tunga á í fórum sínum, frá fornu fari og sem fer vax- andi með hverju tungli, er kviknar, Á þetta er aðeins bent. Eu auðlegðin sú verður eigi í þessu máli könnuð. Ég ætla á hinn bóginn að fara fáeinum orðum um þá íþrótt, sem birtist í fáeinum háttum kvæðagerðar og fer þó eigi út i þá sálma lengra en svo, að ég sýni aðeins inn í þá veröld þeim, sem vera kynnu forvitnir og námfúsir á þær greinar. Háttatal Snorra í Eddu sýnir hve dróttkveðinn háttur varð fjölþættur forðum. Hann varð það með því móti, að skáldin ófu inn í hann margskonar tilbreytingum. Fullkomnasta og örðugasta sýnishorn þess háttar er sextánmælt. Þar er þannig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.