Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1939, Page 104

Eimreiðin - 01.07.1939, Page 104
336 FORNRITAÚTGÁFAN EIMREIÐIN ins hefur félagsstjórnin það eitt fyrir augum, að útgáfan þurfi ekki að stöðvast sökum fjárskorts. En eru þá fornritin dýr samanborin við aðrar bækur, sem hér hafa verið gefnar út samtímis þeim? Ef dæma ætti eftir hinum endurteknu kvörtunum um verð fornritanna, mætti ætla, að þau væru mun dýrari, miðað við stærð, en bækur gerast hér alment. Þessu fer þó harla fjarri, enda viðurkennir Þóroddur á Sandi það. Þau eru þvert á móti með allra ódýrustu bókum þó aðeins sé litið til stærðar, en alveg gengið fram hjá hinu, hversu vönduð útgáfan er. Um þetta getur hver sá sannfærst, sem vill leggja á sig það ómak að bera verð fornritanna saman við verð annara bóka, sem út hafa verið gefnar hér á landi á síðustu árum. Eins og áður er sagt kostar hvert bindi af fornritunum 9 kr. heft, en meðal- bindi er sem næst 29 arkir auk korta og mynda. Verð hverrar arkar er því 31 eyrir, ef ekkert er reiknað fyrir kort og myndir, sem þó hleypa kostnaðinum mjög fram. Til samanburðar hef ég tekið til athugunar verðlag á 20 bók- um, sem út hafa komið hér á landi samtímis Fornritunum. Voru þær valdar af handahófi af afgreiðslumanni í bóka- verzlun og eingöngu teknar þær bækur, sem sambærilegar voru fyrir stærðar sakir. Og hvað mundi hafa komið i ljós? — Aðeins ein þeirra (gefin út af Bókadeild Menningarsjóðs) var ámóta ódýr og Fornritin, miðað við arkafjölda, eða ca. 30 aur. hver örk. Einna ódýrust þar næst er nýútkomin bók af svipaðri stærð og Fornritin. Er hún í auglýsingum talin „mjög ódýr“ miðað við stærð, og mun það rétt vera. Verðið er þvi sem næst 38V2 eyrir pr. örk, og er hver örk í Fornritunum því um 20% ódýrari. Til beggja þessara bóka var ótvírætt mun minnu kostað en til fornritanna. Annari fylgdu t. d. engar myndir, hinni nokkr- ar myndir af höl'undi. Af framangreindum 20 bókum voru 10 prýddar ýmsum myndum, svipað og Fornritin. Dálítið sérstaklega stóð á um 3 þær dýrustu (70—90 aur. hver örlc), og vil ég því sleppa þeim hér. — Verð og blaðsíðutala hinna 7 er svo sem hér segir:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.