Búfræðingurinn - 01.01.1942, Qupperneq 37
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
35
ustu getur hitinn orðið svo mikill, að um bein'an bruna sé að
ræða, og verður áburðurinn þá stökkur sem aska. Þegar svo er
komið, hefur mikið efnatap átt sér stað, og ber að forðast slikt.
En við hæfilega rotnun verður áburðurinn dökkt, samfeilt efni.
Efnatap áburðarins fer þó ekki eftir hitanum einum saman.
Þannig getur það átt sér stað, að mikið efnatap verði við litinn
hita og minna efnatap við meiri hita. Hitinn er að mestu leyti
kominn undir því, hve auðveldlega súrefni loftsins hefur aðgang
að áburðinum. í lausum áhurði, t. d. hrossalaði og sauðataði, hefur
súrefnið auðveldan aðgang í áburðinn, og þar verður gerðin ör.
Þessum áburðartegundum þarf því að þjappa vel saman í geymsl-
unni. Kúamykja er þéttari i sér. Þar er öll gerð seinfara. Er þvi
gott að blanda í hana íburði, sem gerir hana lausari og eykur við
það rotnunina.
Rotnun áburðarins (eða gerð) er mjög margbrotin og langt
frá enn þekkt að fullu. Þó vita menn, að ýmislegt hefur áhrif á
hana fleira en ytri skilyrði. Þess er áður getið, að lokaþáttur
rotnunarinnar er vatn (H„0), kolefnistvísýringur (CO„) og stækja
(NH;l). í lifrænum samböndum áburðarins er ylirleitt mest af
frumefnunum kolefni og köfnunarefni (C og N), en hlutfall þeirra
er mjög ljreytilegt, en þetta hlutfall hefur áhrif á efnabreyting-
arnar í áburðinum, þegar út i jarðveginn kemur, og þvi skal það
gert nokkru nánar að umtalsefni. í saur búfjáráburðar er þetta
hlutfall talið vera 18 : 1, það er 18 sinnum meira af kolefni en
köfnunarefni. Við íblöndun íburðar vikkar hlutfallið, kolefnið
eykst meira en köfnunarefnið, en við rotnun þrengist það. Hentug-
ast er talið, að hlutfall þetta sé am 20 : 1. Sé hlutfallið miklu víðara,
]jað er minna sé af köfnunarefni, er hætt við, að rotnunargerlar
notfæri sér auðleyst köfnunarefni jarðvegsins, þegar áburðurinn
er borinn á, en^sé hlutfallið þrengra (meira af köfnunarefni),
klofnar köfnunarefnið auðveldar frá sem stækja. Það er ]>ví betra,
að áburðurinn sé nokkuð rotnaður, þegar hann er borinn á, eink-
um hafi í hann verið látinn ihurður.
Þegar áburðurinn liggur laus og þornar á yfirborðinu, koma
oft til skjalanna myglusveppir, og þá verða efnabreytingarnar allt
öðruvísi og lakari, meðal annars vegna þess, að við þær þrengist
ekki áðurnefnt hlutfall á milli kolefnis og köfnunarefnis. Auk þess
tapast meira af efnum úr lausum áburði en samanþjöppuðum. Af
þessum ástæðum er jafnan nauðsynlegt að troða úburðinn saman.
Gerð áburðarins er ekki aðeins gagnleg, heldur beinlínis
nauðsynleg, til þess að hin torleystari efnasambönd áburð-
arins verði aðgengileg fyrir jurtirnar. En gerðinni fylgir
ávallt efnatap. Jarðræktarmanninum er því nauðsynlegt að