Búfræðingurinn - 01.01.1942, Qupperneq 47
BÚFRÆÐINGURINN
45
Þar, sem djúpt þarf að grafa fyrir byggingunni og hægt er
að hafa hana í nokkrum hliðarhalla, mun sjálfsagt að hafa
haughúsið undir fjósinu, ef hvort tveggja er byggt i einu. Mun-
ar minnstu á uppgrefti, hvort grafið er fyrir veggjunum ein-
um eða alveg tekið upp úr grunninum (með hestareku).
Fást þá ódvrir veggir að haughúsinu. Loftið milli haughúss
og fjóss þarf að vera vandað og því nokkuð dýrt, en það kem-
ur líka í stað bæði þaks á haughúsinu og gólfs í fjósinu. Auk
þess er þetta oftast nær varanlegri bygging en haughús með
járn- eða timburþaki og jarðræktarstyrkurinn mun meiri.
Samkvæmt jarðræktarlögum frá 1936 er styrkur á 100 m3
haughús alsteypt kr. 700.00, en steypt með járnþaki kr.
500.00. Auðvelt er að koma frá sér áburðinum úr fjósinu,
þegar haughúsið er undir því, og sé vel búið um dyr þess og
glugga, þarf það ekki að valda súg eða kulda í fjósinu. Ekki
heldur þarf ódaun að leggja úr þvi upp í fjósið, ef góðir
hlerar eru notaðir yfir niðurfallsopin. Á Hvanneyri reynist
þetta fyrirkomulag vel. Loks má taka það fram, að rými
haughúsanna notast betur þannig en þegar þau eru við hlið-
ina á fjósinu og niðurfallsopin fyrir mykjuna þurfa að vera
á veggjunum.
Þar, sem grunnt er á föstum grundvelli, er oft ekki auð-
velt að koma þessari tilhögun við, og er þá bezt að hafa liaug-
húsið við hliðina á l'jósinu. Grunn þess skal grafa eins djúpt
niður fyrir flórinn og.unnt er. Þakið er oftast haft skúrþak
og látið ná upp að fjósgluggunum. Op eru úr flórnum á nokkr-
um stöðum til að moka út áburðinum. Sumir hafa auk þess
op hærra á veggnum, svo að hægt sé að fylla í haughúsið
meira en í hæð við flórinn.
Stærð. Þess er getið hér að framan, að magn kúamykj-
unnar muni vera um 8200 kg af saur og 2300 kg af þvagi yfir
árið. Hve mikið af þvaginu rennur í þvaggryfjuna, þar sem
hún á annað borð er til, fer eftir ýmsum aðstæðum, t. d. því,
live breiður flórinn er, hve mikið honum hallar að leiðslunni
til gryfjunnar, hvernig fjósið er molcað o. fl. Einnig ber að
taka tillit til þess, að oftast er hellt nokkru af vatni í flórinn,
t. d. þegar mjólkurfötur eru þvegnar eða bæjarskólp borið í
fjósið. Suinir skola flórinn með vatni í hreinlætisskyni einu
sinni eða tvisvar á dag. Sums staðar leka og sjálfbrynnitæki o.
s. frv. Af þessu leiðir, að þvaggryfjur þurfa að vera mjög