Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 73
BÚFRÆÐINGURINN
71
Ivöfnunarefnis- Upp- Vaxtarauki
áburður skera hestb. hundr.lilutf.
0 . . 36,3
306 kg af kalksaltpétri . . . . 53,7 17,4 100
612 — — — . . 77,0 40,7 234
Hér gefur síðari skammturinn (306 kg) af saltpétri mciri upp-
skcru en sá fyrri og er þvi i andstöðu við lögmálið um minnkandi
vaxtarauka. Yfirleitl er þaS svo, aS því minni sem áburðarskamml-
urinn er og lélegri jarðvegnr, því minna gætir þessa lögmáls. Ým-
ist er þá uppskerulinan bein, þaS er, aS vaxtaraukinn er jafn fyrir
hvern aukinn skammt áburSar, eða hlutfallið verður öfugt. ÞaS sið-
arnefnda má ef til vill skýra á þann hátt, að jarðvegur sé óvenju
magur og því þurfti talsvert stóran skammt til þess, að verulegar
verkanir komi fram.
Það hefur komið í Ijós við erlendar rannsóknir, að npptaka nær-
ingarefna stendur i nokkuð réttu hlutfalli við áburðarmagnið. Ef
jurtirnar t. d. taka vissan skamint næringarefna úr 100 kg áburðar,
þá taka þær tvöfalt meira úr 200 kg sama áburðar.
betta skal sýnt með kertilraun frá danska landbúnaðarháskólanum
mcð háfra árið 1935:
Köfnunarcfni, g á ker ........ 0,5 12 3
Köfnunarefni upptekið, g ..... 0,32 0,68 1,29 1,95
Um 64% af köfnunarefni áburðarins er tekið upp af jurtunuiu.
Ilins vegar hefur það einnig komið í ljós, að því meira sem
borið er á , þvi auðugri verða jurtirnar af efnum. Þó er það svo,
að meSan áburðarmagnið er lítið, verkar það i öfuga átt, efnamagn
jurtanna minnkar heldur, en þegar áburðurinn er aukinn meira,
vex efnamagn jurtanna af viðkomadi efni. Þetta kemur t. d. fram
i kertilraun þeirri, sem lýst er á 70. bls. og í samræmi við lög-
mál áburðarfræðinnar, sem ekki er þó hægl að fara út í hér.
Köfnunarefni á ker, g 0 0,5 1 2 345678 10
K.efni % i þurrefni 0,60 0,56 0,67 0,86 1,20 1,58 1,90 2,11 2,25 2,35 2,45
Hér minnkar köfnunarefnið, talið í %, við fyrsta áburðarskanuntinn,
en eykst svo stöðugt úr þvi, einnig eftir að uppskcran er farin að minnka
(Sjá 70. bls.).
3. Hágfræðileg álnirðarnotkun.
Það hefur verið sýnt hér að framan, að magn uppskerunnar er
liltölulega mest eftir litla áburðarskammta. Þar fyrir er ekki víst,
að það borgi sig ávallt að nota lítið af áburði, þvi að margir kostn-
aðarliðir við uppskeruna eru alveg þeir sömu, hvort sem hún er
mikil eða litil, t. d. jarðarleiga og kostnaður við verkfæri, og vinna
cykst ekki í réttum hlutföllum við uppskerumagnið. Stundum munar
sára litlu í vinnu, hvort uppskeran er mikil eða lítil. Því meiri sem