Búfræðingurinn - 01.01.1942, Side 125
B Ú F R Æ Ð I N G U P, T N N
123
þarf að vera hringur, í hann er hrugðið snæri eða mjóum
kaðli, hinn endinn er bundinn í járnhring ofanvert við miðj-
an bás eða fram undir jölu. Lengd bandsins er miðuð við það,
að kýrin standi aftast á bássteini, en lcomi ekki fætinum í
flórinn. Hvor gerðin sem notuð er, þurfa drylckjarílátin helzt
að vera niður við gólf. Höfuðmótbárurnar gegn þessu hvoru
tveggja eru þær, að kýrnar séu þvingaðar og þetta sé fyrir-
liöfn. Hið fyrra tel ég rangt, en hið síðara er frá vissu sjónar-
miði rétt. Það er einlægt minni vinna að láta „vaða á súð-
um“. Innanbæjarþrifnaður kostar húsfreyjuna mikla vinnu
og árvekni, mjög margar þeirra telja þó sjálfsagt að leggja
þetta á sig.
Þannig mætti nefna mörg dæmi. Vandvirknin er einlægt
tímafrek, en kunnáttusömu fólki um vinnubrögð finnst hún
samt horga sig. Kýr venjast fljótt því, sem þær eiga við að
húa, jafnvel furðanlega sóðaskapnum, sem þeim er þó mjög
andstæður. Til sönnunar þessu má henda á, að sumar kýr
stíga ekki aftur í flór eftir að hafa vanizt fótbandi í viku
til hálfan mánuð, þó að bandið sé tekið.
Önnur alveg sjálfsögð þrifnaðarráð má nefna, svo sem
halabönd, að hursta kýrnar daglega, klippa loðnu júgrin og
niáske fleira.
Loks eru mjaltirnar. Kemur þá að viðkvæmasta atriði
þrifnaðarins. Mestu varðar, að kýrnar séu hreinar og básinn.
Hvítum sloppum legg ég ekki mikið upp úr, en að flíkurnar
séu hreinar, sem mjaltamaður notar, og að hann noti þær
ekki til annars, er sjálfsögð regla. Allar verstu druslur, sem
til eru, nota margir við mjaltir, það er ljótur siður. Scu
Icýr óhreinar, er vandfundinn mjaltamaður, sem nennir að
skipta svo oft uin þvottavatn, að sæmilegur þvottur sé á
júgrinu. Sé kýrin aftur á móti strokin og hrein, er þvottur
með öllu óþarfur, hendurnar verða því einlægt hreinar og
hlýjar. Þetta allt er undirstaða þess, að unnt sé að fram-
leiða góða vöru og að starfið verði lil ánægju.
Vetrungar eru oft úfnir á haustin og stundum lúsugir. Ein-
faldast er að brcnna þá. Hárið cr vætt í steinolíu, í annarri
hendinni hafa menn kertisstubb, en á hinni vettling, kveikja
síðan í og strjúka yfir logann, þegar nóg er brunnið. Vissara
er að væta aðeins smáblett í einu. Sem þrifabað cr þetta
öruggara en hezti baðlögur.