Búfræðingurinn - 01.01.1942, Page 147
Heyskapur.
Eflir Siguhð Erlendsson, Stóru-Giljá í A.-Húnavatnssýslu.
Frá þvi uin síðustu aldamót hafa orðið stórstigar breyt-
ingar eftir okkar mælikvarða á sviði jarðyrkjunnar. Nú er
svo komið, að á flestum heimilum þessa lands er meira eða
minna af véltæku landi. Sláttuvélar eru komnar á fjölda
heimila, sem flýta mjög öllum heyskap. Einnig rakstrar-
vélar, snúningsvélar og hestýtur. Þá er ekki minnstur flýtis-
auki að heyskúffunni, ef kunnátta og lag er við haft, eink-
um við háarslátt og við slátt á engjum, sem víðast hvar eru
ekki loðnari en svo, að margborgar sig að hafa skúffu og
geta svo slcilað styltkinu slegnu og rökuðu. Munurinn á
sláttuhraðanum er ótrúlega lítill hjá þeim, sem eru vanir að
raka í skúffuna, hvort það er gert eða slegið niður.
Það, sem mest er ábótavant við heyöflunina, er, hve margir
vinna sér erfitt við að koma heyjunum í tóttir eða lilöður.
Vil ég því reyna að iýsa hér mjög einfaldri og ódýrri aðferð,
sem hér hefur verið viðhöfð nú uin 10 ára skeið. (Sjá 15. m.).
Við höfum búið til nokkurs konar vörpu, þannig að tek-
inn er kaðall, nál. sver, og búin til varpa, 10 til 15 m
löng. Eftir því sem heyið á að verða hærra, eftir því verður
varpan að vera lengri, oft má komast af með 10 m i lægri
hey. Breiddin verður að vera 8 lil 10 kaðlar langs og svo
þverhönd úr mjóum kaðli eða úr góðu snæri. Hæfilegt er að
hafa nálega 50 cm á milli langbanda og nokkru lengra á
milli þverbandanna. í annan enda þessarar vörpu er festur
staur eða girðingarstólpi, 7 til 8 feta langur, og er þá varpan
tilbúin að öðru leyti en þvi, að á annan jaðarstreng hennar
þarf að festa 4 til 6 járnhæla, og er hæfilegt að hafa þá úr 10
nim steypujárni. Annar endi járnsins er beygður fast á kaðal-
inn, og verður hællinn þannig fastur á vörpunni. Þessir hælar
þurfa að vera nálega 15 cm langir. Þá þarf að hafa slerkan
kaðal, en lengd hans fer eftir því, live tóttin eða hlaðan
10