Búfræðingurinn - 01.01.1942, Síða 179
B U F R Æ Ð I N G U li T N N
177
SumariS 1941 var uppskera þessi samkv. upplýs. frá skólastj.:
TaSa 1500 hestb., úthey 3000 hesth.
Kartöflur 250 tn., gulrófur 250 tn.
Kál 0000 kg, korn 10 tn. Meðalnyt 40 kúa er 3000 kg.
Bústofninn er nú þessi:
Nautgripir 10, hross 70.
Sauðfé 41, svin 1%. Hœnsni 75, kanínur 3.
Loðdýraræktarfélag Andakílshrepps á- Hvanneyri hefur nú 33
tæfur og 12 refi. Guðm. Jónsson
Islenzk glíma.
Fremur hefur verið dauft yfir þessari þjóðaríþrótt okkar ís-
lendinga hér í skólanum eins og víðast hvar annars staðar hin
síðari ár. Þó mun það svo, að flesta vetur hefur verið meira og
minna iðkuð hér glíma. Síðastliðið ór var þó ekki glíint um
glímubikar skólans, og fyrir árið 1940 hafði það ekki heldur
verið gert um nokkurra ára bil. íslenzka glíman ó í rauninni,
og af mörgum ástæðum, annað betra skilið en að vera vanrækt
hæði i skólum landsins og annars staðar. Aðrar íþróttir hafa að
vísu verið iðkaðar, en stundum á kostnað glimúnnar viða um
land.
í febrúarlok i vetur fengum við hingað einhvern mesta glímu-
snilling íslands, glímukonunginn Kjartan Bergniann, til þess að
kenna hér glímu. Hann kenndi hér um mánaðartíina. Þátttaka nem-
cnda í glímunni var óvenju mikil eða svo, að flesta daga voru um og
yfir 40 nemeudur að æfingum og aldrei færri en 30 á dag. Það
iná segja, að árangurinn hafi verið eftir þvi. Kjartan reyndist
ekki síður að vera góður glimukennari en glímumaður. Nem-
endur voru nær allir alveg óvanir glimu. Það má fullyrða, að
þeim fór flestum stórkostlega fram á jjessum stutta tima.
21. marz var háð bændaglima á milli deilda. Alls tóku þátt
í henni 30 nemendur, 18 úr livorri deild. Bændur voru Jón Guð-
mundsson frá Reykjum í Mosfellssveit fyrir eldri deild og Stefán
Sigurdórsson frá Götu i Árnessýslu fyrir yngri deild. Þegar
glímdar höfðu verið 24 glímur, stóðu uppi 10 úr eldri deild og
aðeins tveir úr yngri deild. Glímunni laúk þó með sigri yngri
deildar, og var þá aðeins einn maður, sein ekki hafði fallið,
en það var bóndi yngri deildar, Stefán Sigurdórsson. 23. marz
var háð kappglíma um glímubikar Hvanneyrarskólans. Tóku 5
nemendur þátt i henni, og har Stefán Sigurdórsson sigur úr být-
um. í dómnefnd voru Kjaftan Bergmann, Árni Helgason Borgar-
nesi og Runólfur Sveinsson skólastjóri. Dæmt var eftir eftirfar-
andi reglum:
12