Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 17
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
verkefni háskólans í stærðfræði. Verlcefnið fjallaði um þyngdar-
áhrif sívalningslaga massa og hlaut lausn Björns gullverðlaunin
í febrúar 1818. Kom það flcstum á óvart þar sem verðlaunahaf-
inn var nýbyrjaður í háskólanámi.6
Þennan vetur sótti Björn meðal annars fyrirlestra í stærðfræði
hjá C.F. Degen, sem tók fyrir talnafræði, algebru, flatarmáls-
fræði, hornafræði, heildun og deildun.7 Þá las hann einnig sögu,
grísku og latínu. í bréfi til Geirs Vídalíns vorið 1818 segist hann
vera að vinna að nýju verðlaunaverkefni Hafnarháskóla í stærð-
fræði, sem fjalli urn gerð töflu til þess að ákvarða fjarlægð milli
tveggja staða út frá hnattstöðu þeirra.8 í bréfinu nefnir hann
einnig, að hann hyggist um sumarið lesa stjörnufræði, rökfræði,
sálfræði, heimspeki og eðlisfræði.
Meðal kennara Björns í stærðfræðilegum greinum hafa eflaust
verið, auk Degens, stjörnufræðingarnir H.C. Schumacher og
E.G.F. Thune og eðlisfræðingurinn H.C. 0rsted.9
6 Sjá Dansk Litteiatui-Tidende for Aaret 1817, bls. 157 og Dansk Litteiatui-
Tidende for Aaret 1818, bls. 77. Tuttugu og fimm árum áður hafði annar ís-
lendingur unnið til þessara sömu verðlauna. Það var Stefán Björnsson reikni-
meistari, sem þá var kominn á áttræðisaldur (sjá [38]).
7 Carl Ferdinand Degen (1766-1825) var prófessor í stærðfræði við Hafnarliá-
skóla á árunum 1814 til 1825. Hann var dugandi stærðfræðingur og hafði já-
kvæð áhrif á þróun æðri stærðfræði við skólann. Nafn hans er þó fyrst og
fremst skráð í sögu stærðfræðinnar vegna vinsamlegra samskipta hans við
norska snillinginn Niels Henrik Abel (1802-29), eins og t.d. má lesa um hjá
[87]. Um Degen og verk hans má einnig lesa hjá [4, 54].
8 Sjá Dansk Litteiatui-Tidende for Aaret 1818, bls. 127. Eklci er ljóst, lrvort
Björn tók þátt í keppninni og engin verðlaun voru veitt í stærðfræði þetta
árið. Hins vegar hlaut Þorleifur Guðmundsson Repp (1794-1857) gullverð-
launin í heimspeki og Gísli Brynjólfsson (1794-1827) viðurkcnningu (acces-
sit) í sömu grein. Þá hlaut Þórður Sveinbjörnsson (1786-1856) gullverðlaunin
í sagnfræði (Dansk Litteiatui-Tidende for Aaret 1819, bls. 78). Handrit í Lbs
384 fol á handritadeild Landsbókasafns virðist vera uppkast að ritgerð Björns.
Bréf Björns til Geirs Vídalíns er skrifað 21. maí 1818 og er varðveitt á hand-
ritadeild Landsbókasafns í JS 98 fol. Auk bréfsins hef ég við samningu þessa
kafla stuðst við eftirfarandi heimildir: [1, 12, 74).
9 Heinrich Cliristian Schumacher (1780-1850) var prófessor í stjörnufræði við
Hafnarháskóla frá 1815 til 1850. Hann lærði m.a. stjörnufræði hjá hinum
þeklcta raunvísindamanni Carl Friedrich Gauss (1777-1855) í Göttingen. Þeir
Schumacher og Gauss urðu miklir mátar og höfðu veruleg samslcipti, t.d. í
tengslum við landmælingar, sem þeir stunduðu báðir af kappi, hvor sínu
megin landamæra konungsríkjanna Danmerkur og Hannover. Schumacher
var reyndar svo upptckinn við þríliyrningamælingar í suðurhluta Danaveld-
is, að árið 1821 fluttist lrann til Altona (við Hamborg) og dvaldist lítið sem
ckkert í Kaupmannahöfn eftir það. Staðgengill hans við stjörnufræðikcnnsl-
INTRODUCTIO
IN
TETRAGONOMETRIAM
ADMENTEM V. C. LAMBERT
ANALYTICE CONSCRIPTA
A
STEPHANO BIÖRNSEN
NATHEM. X T THILOSOPH. COXTORX.
H A V N I A E,
AfUD I’ROFTIUM, UNIVERS. RIBLIOPOL,
MDCCXXXX.
Ferhyrningafræði Stefáns
Björnssonar, sem kom út
1780.
13