Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 33
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN f NJÓLU
ekki að vera undrandi á því að nánasta umhverfi okkar í alheimi
sé eins mannvænt og raun ber vitni. Ef það væri allt öðru vísi, þá
værum við elcki hér til þess að velta þessum hlutum fyrir oklcur.
Sú staðreynd, að við erum til, veitir því vissar upplýsingar um
eiginleika veraldarinnar. Enn sem komið er hefur mannhorf þó
ekki leitt til dýpri skilnings á eðli alheimsins en hægt er að afla
með öðrum og markvissari hætti.44
Þótt Njóla hafi verið vinsæl meðal íslensks almennings og
milcið lesin, voru ýmsir ekki ýkja hrifnir af hinum trúarlega boð-
skap kvæðisins. Sigurður Melsteð (1819-95), fyrrverandi nem-
andi Björns og síðar prestaskólakennari, skrifaði til dæmis ítar-
legan ritdóm í Ný Félagsrit, þar sem tekið var á ýmsum guðfræði-
legum álitamálum [82]. Ritdómurinn varð meðal annars til þess,
að Björn breytti kvæðinu lítillega í 2. útgáfu. Hér verður ekki far-
ið nánar út í þá sálma, heldur vísað í ritdóm Sigurðar um frekari
smáatriði. Jafnframt má henda á grein Gunnars Harðarsonar frá
1990 [48] þar sem nánar er sagt frá viðbrögðum við kvæði Björns
og hvernig hann sjálfur brást við gagnrýni á verkið.45
Þegar Njóla er lesin, er vert að hafa í huga, að Björn Gunn-
laugsson var ekki aðeins vel að sér í stærðfræðilegum lærdóms-
listum, heldur einnig í heimspeki og guðfræði. Þetta kemur
greinilega fram í skýringunum við kvæðið, þar sem Björn gerir
ítarlegri grein fyrir hugmyndum sínum og vitnar í önnur verk,
einkum þó ritninguna og rit um guðfræði. I næstu köflum verð-
ur fjallað nánar um heimsmyndina, sem sett er fram í Njólu og
hún borin saman við viðteknar hugmyndir í stjörnufræði og eðl-
isfræði á fyrri hluta nítjándu aldar. En áður en að því kemur er
rétt að fara nokkrum orðum um erlend og innlend áhrif á hug-
myndafræðina og guðfræðina í Njólu.
í grein frá 1952 fjallar Stefán Einarsson um hugsanleg áhrif
ýmissa verka á innihald Njólu [84]. Meðal annars telur hann lík-
legt, að ritgerðir Magnúsar Stephensens (1762-1833) um stjörnu-
fræði í Vinagleði hafi haft talsverð áhrif á Björn og sömu sögu sé
að segja um frásagnir í Kvöldvökum Hannesar Finnssonar (1739-
44 ítarlega umfjöllun um mannhorf er að finna hjá [9] og einnig má lesa um
þessa hugmyndafræði hjá [45bc] og [39, 42].
45 Sjá einnig [52]. Fjallað er um trú Bjöms og guðshugmynd hans hjá [7]. Þar er
jafnframt rætt um siðfræðina í Njólu.
29