Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 38
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
ar og heil fimm hundruð ár að komast til Úranusar, ystu þekktu
reikistjörnunnar árið 1842. Stjörnufræðingurinn Friedrich Wil-
liam Herschel (1738-1822) hafði fundið Úranus 1781, en næsta
reikistjarna þar fyrir utan, Neptúnus, fannst elclci fyrr en 1846,
fjórum árum eftir að Njóla kom fyrst út. Það er því eðlilegt að
ekki sé getið um Neptúnus í kvæðinu. Hins vegar er eftirtektar-
vert, að Björn minnist eklci á hann einu orði í skýringunum við
2. útgáfu Njólu árið 1853. Það kann að stafa af því, að fundurinn
hafi verið mönnum enn í ferslcu minni, enda var hann mikið í
fréttum á sínum tíma og lá jafnvel við milliríkjadeilu milli Eng-
lendinga og Frakka af hans völdum.53
Einhverjum kemur kannski á óvart, hversu hátt Björn gerir
smástirnunum undir höfði í lcvæði sínu.54 En ástæðan er einfald-
lega sú, að sólkerfisrannsólcnir höfðu fengið byr undir báða
vængi við fund Úranusar og fyrstu smástirnin lcomu í leitirnar
fljótlega upp úr aldamótunum. Ceres sást fyrst í ársbyrjun 1801
og Pallas ári seinna. Síðan liðu tvö ár þar til Júnó fannst, og 1807
lcomu menn fyrst auga á Vestu. Þessir nýju hnettir voru því
stjörnufróðum ofarlega í huga á fyrri hluta aldarinnar og þeir
vísindamaðurinn Christian Huygens (1629-95), sem fyrstur notaði ferðalag
fallbyssukúlu til þess að bera saman fjarlægðir í geimnum. Það var i ritverk-
inu Cosmotheoros, sem kom út að Huygens látnum árið 1698 (ensk þýðing:
The Celestial World Discover’d: or, Conjectures Concerning the Inhabi-
tants, Plants and Productions ofthe Worlds in the Planets. London 1698. Sjá
einnig [70], bls. 220-24). ICúlan kemur við sögu í Náttúruhistoríu Búschings,
Vinagleði Magnúsar Stephensens og einnig í Náttúruskoðara Suhms, þar sem
f jallað er um hana bæði í meginmáli og neðanmáls. I neðanmálsgreininni um
þetta efni í Náttúruskoðara vitnar Jón lærði í bókina Philosophi for Ulærde
(Kaupmannahöfn 1787) eftir C. Bastholm. Það er athyglisvert, að Björn notar
ekki ferðatima ljóss til þess að bera saman fjarlægðirnar, eins nú er venjulega
gert. Af minnisblöðum Björns má sjá, að honum var vel kunnugt um slíkan
samanburð, en einhverra hluta vegna kaus hann frekar að nota kúluna. í
þessu sambandi má nefna, að Ursin notar ljósið, en ekki kúluna í Stjörnu-
fræði sinni. Þar er hins vegar tekið sérstaklega fram, að ljósið ferðist 1,6 milljón
sinnum hraðar en fallbyssukúla.
53 Deilan snerist um það, hvor ætti slcilið heiðurinn af því að hafa fyrstur reikn-
að stöðu Neptúnusar út frá truflunum hans á braut Úranusar, Englendingur-
inn John Couch Adams (1819-92) eða Frakkinn Urbain Jean Joseph Le Verrier
(1811-77). Það var hins vegar þýski stjörnufræðingurinn Johann Gottfried
Galle (1812-1910) sem fyrstur sá Neptúnus í sjónauka með því að fylgja leið-
beiningum Le Verriers. Sjá t.d. bókina The Neptune File (New York 2000)
eftir T. Standage.
54 Sjá 28. og 29. erindi.
34
i