Ritmennt - 01.01.2003, Page 41

Ritmennt - 01.01.2003, Page 41
RITMENNT BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU (1784-1846) tólcst að mæla hliðrun í fyrsta sinn og ákvarða þann- ig fjarlægð til nálægrar fastastjörnu.57 Löngu áður hafði komið fram sú hugmynd, að fastastjörnurn- ar væru alls ekki bundnar við hvel í endanlegri fjarlægð frá sólu, heldur dreifðust þær um óendanlegan geim. Englendingurinn Thomas Digges (1546-95) varð fyrstur til að setja hugmyndina frarn á myndrænan hátt í riti sínu A Perfit Description of the Caelestial Orbes (London 1576), og slcömmu síðar fullyrti dul- spelcingurinn Gíordanó Brúnó (1548-1600) í bólcinni De l’infi- nito Universo et Mondi (London 1584)58, að fastastjörnurnar væru sólir með reikistjörnum, sem fóstruðu vitsmunaverur. Þrátt fyrir að öll sönnunargögn skorti fyrir þessurn hugmyndum, varð sú skoðun smám saman að viðtekinni heimsmynd, að fastastjörnurnar væru sólir sem dreifðust um óendanlegan geim. Þar skipti miklu, að Descartes og síðar Huygens og loks sjálfur Isaac Newton (1643-1727) voru sannfærðir um sannleiksgildi slíkrar heimsmyndar. Líkt og flestir aðrir á nítjándu öld var Björn Gunnlaugsson því viss um, að fastastjörnurnar væru fjarlægar sólir og að umhverf- is þær snerust reikistjörnur með tunglum sínum. í Njólu bendir hann sérstaklega á, að fylgihnettirnir sjáist elcki vegna ægibirtu sólnanna.59 Til marks um fjarlægðina til fastastjarnanna tekur Björn fram, að það taki fallbyssukúluna góðu urn 700 þúsund ár að ná til Síríusar. Þetta samsvarar rúmlega 2/5 úr ljósári, sem er aðeins um einn tuttugasti hluti af réttri fjarlægð. Það er engin 57 Það var sólstjarnan 61 í Svansmerki (61 Cygni; sjá t.d. [81], bls. 216-20). Um svipað leyti ákvarðaði skoski stjörnufræðingurinn Thornas Henderson (1798- 1844) hliðrun stjörnunnar a í Mannfáknum og Þjóðverjinn Friedrich Georg Wilhelm Struve (1793-1864) mældi hliðrun blástjörnunnar Vegu í Hörpunni. Fyrsta beina sönnun fyrir réttmæti sólmiðjukenningarinnar var hins vegar komin fram löngu áður, eða árið 1729. Þá uppgötvaði enski stjörnufræðing- urinn James Bradley (1693-1762) svokallað ljósvik (e. aberration) fastastjarna, en það er bein afleiðing af endanlegum lrraða ljóssins og brautarhreyfingu jarðar um sólina. 58 Sjá einnig [70], bls. 174-83. 59 Það var ekki fyrr en 1992, sem menn fundu fyrstu ótvíræðu merkin um reiki- stjörnur utan oklcar sólkerfis. Um var að ræða þrjá hnetti á braut um nifteindastjörnuna PSR 1257+12, og voru tveir þeirra heldur massameiri en jörðin en sá þriðji mun minni. Fyrsta rcikistjarnan í venjulegu sólkerfi fannst svo 1995. Það var hnöttur með um hálfan massa Júpíters á braut um sól- stjörnuna 51 í stjörnumerkinu Vængfáknum (51 Pegasi). Sú stjarna er mjög lík sólinni oldtar að allri gerð. I júlí 2002 var fjöldi þeklctra reikistjarna í öðr- um sólkerfum kominn yfir 90. 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.