Ritmennt - 01.01.2003, Síða 44
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Kant taldi einnig að daufir sporöskjulaga ljósblettir, sem víða
má sjá milli stjarnanna á hvelfingunni, væru eklci gasþolcur eða
þyrpingar stjarna í okkar eigin Vetrarbraut heldur sjálfstæð vetr-
arbrautarkerfi eða stjörnuþokur langt fyrir utan Vetrarbrautina.
Fjarlægðin væri einfaldlega svo mikil, að eklci væri hægt að
greina í þeim einstalcar sólir, heldur aðeins samansafnað ljós frá
öllum stjörnum kerfisins. Heim vetrarbrautanna taldi Kant vera
óendanlegan. Þarna var í fyrsta sinn settur fram vísir að þeirri
mynd af byggingu heimsins, sem við búum við í dag. Þótt ótrú-
legt megi virðast voru vísindaleg rök Kants fyrir þessari heims-
mynd mjög ófullkomin. Á hans dögum þekktu menn ekki einu
sinni fjarlægðina til nálægra fastastjarna, hvað þá til vetrarbraut-
anna.
Það er athyglisvert að því sem næst sama hugmynd lcom aft-
ur fram nokkrum árum síðar, að því er virðist algjörlega óháð
lcenningum Kants. Það var í bókinni Cosmologische Briefe iiber
die Enrichtung des Weltbaues (Augsburg 1761) eftir raunvís-
indamanninn og heimspekinginn Johann Heinrich Lambert
(1728- 77).65 Vetrarbrautin er í stórum dráttum eins hjá Lambert
og Kant og báðir gera ráð fyrir tilvist annarra vetrarbrauta. Al-
heimur þeirra er óendanlegur stigveldisheimur (e. hierarchical
universe) með einni allsherjarmiðju, sem allt snýst um.
Ekki er vitað um bein áhrif Kants og Lamberts á William
Herschel, en skömmu eftir að Herschel hóf viðamiklar rann-
sóknir sínar á dreifingu fastastjarnanna komst hann að svipaðri
niðurstöðu og þeir, hvað varðar ljósþokurnar á hvelfingunni.
Árið 1785 var hann þess fullviss, að þær væru fjarlægar vetrar-
brautir.66 Eftir því sem rannsóknum hans fleygði fram fylltist
hann þó efasemdum og árið 1811 var hann kominn á þá skoðun,
að flestar ef ekki allar þokurnar væru ljómský í okkar eigin Vetr-
arbraut.67 I millitíðinni höfðu hugmyndirnar um fjarlægar vetr-
tekið upp í skuldir. Fréttir af heimsfræðikenningum Kants spurðust þó smám
saman út. Það er forvitnilegt að sjá, að í þessari bók notar Kant skipulagsrök,
en eins og þegar hefur komið fram hafnaði hann þeim síðar í bóltinni Critik
der reinen Vernunft.
65 Sjá einnig [70], bls. 250-63. Um er að ræða þann hinn sama Lambert og Stef-
án Björnsson reiknimeistari tileinkaði Ferhyrningafræði sína árið 1780 (38).
66 W. Herschel: On the Construction of the Heavens. Philosophical Transact-
ions of the Royal Society 75, 1785, bls. 213-66. Sjá einnig [33], bls. 93-113.
67 W. Herschel: Astronomical Observations Relating to the Construction of the
Heavens, Arranged for the Purpose of Critical Examination, the Result of
40