Ritmennt - 01.01.2003, Side 58
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Þótt þessi dómur Benedikts sé í hæsta máta ósanngjarn og sumar full-
yrðingar hans beinlínis rangar, þá er því ekki að neita, að lítið fer fyr-
ir vísindalegum rökum hjá Birni um vitsmunalíf á öðrum hnöttum.
En þar er Björn reyndar í góðum félagsskap. Það voru ekki aðeins þeir
Flammarion, sem létu sig dreyma um íbúa annarra hnatta, heldur á
hið sama við um marga andans jöfra á ýmsum tímum. í hópi þeirra,
sem f jölluðu opinskátt og án alba sannana um líf á öðmm hnöttum,
vom menn eins og Levkippos, Demókrítos, Epikúros, Lúkretíus,
Nikulás frá Kúsa, Brúnó, Kepler, Huygens, Newton, Leibniz, Pope,
Berkeley, Wright, Kant, Lambert, Herschel feðgarnir, Bode, Arago,
Laplace og Brewster, auk fjölda minni spámanna.91
Engar áreiðanlegar vísbendingar hafa enn fundist um líf á öðmm
hnöttum, en áhugi manna á þessu efni hefur síst dvínað með tíman-
um. í því sambandi má meðal annars benda á, að nú á dögum telja
margir vísindamenn sennilegt að líf, jafnvel vitsmunalíf, kunni að
þrífast á reildstjörnum í öðmm sólkerfum og eitt af helstu verkefn-
um Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) um þessar mund-
ir er einmitt að leita að lífi í óravíddum himingeimsins [35c].
91 Sjá t.d. [35]. Levkippos (um 430 f.Kr.), Dcmókrítos (um 460-371 f.Kr.) og Epí-
kúros (341-270 f.Kr.) voru allir grískir heimspekingar. Rómverjinn Títus
Lúkretíus Karus var uppi um 60 f.Kr. og guðfræðingurinn og náttúruspeking-
urinn Nikulás frá Kúsa frá 1401 til 1464. George Berkeley (1685-1753) var
írskur heimspekingur. Stjörnufræðingurinn John EW. Herschel var sonur W.
Herschels. Stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) er m.a. þekkt-
ur fyrir stjörnukort sín. Dominique Francois Arago (1786-1853) var virtur
eðlisfræðingur og stjörnufræðingur og áhrifamaður í frönsku vísindasamfé-
lagi. David Brewster (1781-1868) var þeklctur skoskur eðlisfræðingur. Bók
Jóhannesar Keplers (1571-1630) Somnium, seu ... de astronomia lunari (Draum-
urinn, eða stjörnufræði tunglsins), sem kom út í Slesíu 1634, fjallar um ferða-
lag til tunglsins og hugsanlegar lífverur sem þar sé að finna. Hún er m.a. at-
hyglisverð vegna þess, að aðalsöguhetjurnar, Duracotus og Fiolxhilde, eru fs-
lendingar [40]. Fjallað er stuttlega um líf á öðrum hnöttum í Landaskipunar-
fræðinni, Vinagleði og Náttúruskoðara (þar sem Jón lærði vitnar neðanmáls í
Stierne-Katechismus Soeborgs), en þekktasta rit á íslensku um þetta efni fyr-
ir 1900 er sennilega Úranía Flammarions frá 1898. Einnig er vert að minna á
dispútatíu Stefáns Björnssonar reiknimeistara, Dissertatio spectans ad physi-
cam coelestam, qua sufficienter, aut certe summa cum verisimilitudine a
priori probatur dari in corporibus coelestibus creaturas rationales, montes et
aqvas (Fyrirlestur varðandi eðli himintungla, þar sem leiddar eru út frá
kennisetningum nægar eða a.m.lc. mjög sterkar líkur að því að á himinhnött-
um séu skyni gæddar verur, fjöll og höf), sem kom út í Höfn árið 1760 og er
greinilega rituð undir áhrifum frá Leibniz og fylgismönnum hans [38]. Að
lokum má geta þess, að nú á dögum er fjallað um leitina að lífi á öðrum
hnöttum í svo til öllum bókum um stjörnufræði fyrir byrjendur.
54