Ritmennt - 01.01.2003, Síða 61
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Af kvæðinu má ráða, að Björn hefur í meginatriðum aðhyllst
þá efniskenningu, sem kennd er við kraftahyggju (e. dynamism).
Samkvæmt henni ber ekki að líta á efnið sem samsett úr óskipt-
anlegum og hreyfanlegum atómum, heldur sem afleiðingar
stöðugrar baráttu fráhrindikrafta og aðdráttarlcrafta. Þótt þessari
hugmyndafræði hafi fyrst og fremst verið stefnt gegn atómhyggj-
unni (e. atomism), þá má rekja vissa þræði hennar til atómkenn-
ingar Newtons, eins og hún er fram sett í spurningunum aftan
við bók hans, Opticks, sem lcorn út í nokkrum útgáfum.94 Ef vel
er að gáð, má einnig sjá votta fyrir áhrifum frá eindakenningu
Leibniz.95
Áður en rætt verður um kraftakenningu Björns í frekari smá-
atriðum, er rétt að huga nánar að forsögunni. Upphafsmaður
kraftahyggjunnar er venjulega talinn króatíski raunvísindamað-
urinn og jesúítinn Rudjer Josip Boákovic (1711-87), en hann birti
kenningu sína um þetta efni í ritinu Theoria Philosophiae
Naturalis (Kenning um náttúruspeki) sem kom út í Vín árið
1758.96 Svipaðar hugmyndir höfðu reyndar komið fram noklcrum
árum áður hjá Englendingnum Gowin Knight (1713-72), án þess
að þær vektu sérstaka athygli annars staðar en í Englandi.97
94 Hugmyndir Newtons um innsta eðli efnisins er einkum að finna í spurning-
unum („Queries"] aftan við ljósfræði hans, sem kom fyrst út 1704. Atóm eru
tekin til sérstakrar umfjöllunar í 31. spurningu, sem Newton bætti við síð-
ustu útgáfuna árið 1730. Þeim, sem vilja kynna sér sögu atómhyggju og atóm-
kenninga, má t.d. benda á einfalt yfirlit hjá [13]. Mun ítarlegri umfjöllun er
að finna hjá [36] og [62b].
95 Þrátt fyrir nafnið, telst eindakenning (þ. Monadologie) Leibniz ekki til atóm-
hyggju í venjulegum skilningi. Um eind (þ. Monad) Leibniz má t.d. lesa í riti
Ágústs H. Bjarnasonar, Saga mannsandans V: Vesturlönd (Reykjavík 1954,
bls. 245-59), og í flestum ritum um sögu heimspekinnar. í þessu sambandi
má einnig minna á greinar Þorleifs Þorleifssonar bóksala (1733-82) til stuðn-
ings eindakenningu Leibniz í tímaritinu Kiebenhavnske nye Tidender om
lærde og curieuse Sager á tímabilinu desember 1755 til júní 1756 (sjá [56], bls.
91).
96 Um ævi og kenningar Boskovics má lesa í grein Z. Markovics í Dictionary
of Scientific Biography, Vol. 2, ritstj. C.C. Gillispie. New York 1980, bls.
326-32.
97 Knight starfaði sem yfirbókavörður í British Museum, en lagði stund á nátt-
úruspeki í frístundum. Hugmyndir sínar um efnið setti hann fram í ritinu An
Attempt to demonstrate, that all the Phænomena in Nature may be ex-
plained by two simple active Principles, Attraction and Repulsion (London
1754). Um Knight má lesa hjá [32b].
57