Ritmennt - 01.01.2003, Side 62
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Smilhsonian Instiution.
Michael Faraday.
Annar af helstu frumkvöðlum kraftahyggjunnar var Immanu-
el Kant. í verki sínu Metaphysische Anfangsgrúnde der Na-
turwissenschaft (Riga 1786) lagði hann grunninn að þeirri lcrafta-
kenningu, sem átti eftir að verða ein af meginstoðum róman-
tísku náttúruspekinnar (þ. Naturphilosophie) í höndum þeirra
Schellings og Fichtes. Bókin hafði ekki minni áhrif á H.C.
0rsted, sem skrifaði doktorsritgerð sína einmitt um kraftakenn-
ingu Kants. Að lolcnu doktorsprófi fór 0rsted í mikla reisu um
Mið-Evrópu, og í Jena heillaðist hann af þýsku rómantíkinni. Það
varð til þess, að hann gerðist fljótlega einn helsti málsvari róm-
antísku náttúruspekinnar í Evrópu. Mikil áhrif hans í Danmörku
á fyrri hluta nítjándu aldar urðu og til þess, að kraftahyggjan réð
lögum og lofum í eðlisfræði- og efnafræðikennslunni við Hafnar-
háskóla og Fjöllistaskólann allan fyrri hluta aldarinnar. Hin nýja
atómkenning Daltons og fylgismanna hans hélt því eklci innreið
sína í þessa skóla fyrr en eftir daga 0rsteds.98 Þetta er vert að hafa
í huga, þegar lcraftakenning Björns Gunnlaugssonar er telcin til
athugunar, því eins og þegar hefur komið fram lærði hann eðlis-
fræði hjá 0rsted á námsárum sínum í Höfn.
Enska ljóðskáldið Samuel Taylor Coleridge (1772-1834) varð
einnig fyrir milclum áhrifum frá hinni nýju frumspeki Kants í
heimsókn sinni til Þýskalands í lok átjándu aldar. Hann heillað-
ist sérstaklega af kraftahyggjunni, og eftir að heim var komið
náði hann að vekja áhuga vinar síns, eðlis- og efnafræðingsins
Humphrys Davys (1778-1829), á rómantísku náttúruspekinni.
Þetta varð meðal annars til þess, að hugmyndafræði hins þekkta
eðlisfræðings Michaels Faradays (1791-1867), sem var læri-
sveinn Davys, var alla tíð mótuð af kraftahyggju." Það er vissu-
lega athyglisvert, að sums staðar má jafnvel sjá ákveðinn skyld-
98 0rsted lést 1851. Nánari umfjöllun um þetta efni er að finna hjá [44] og í rit-
um, sem þar er vitnað til. Kraftakenningum Kants og 0rsteds eru gerð góð
skil hjá [32b]. Fróðlega lýsingu á baráttu 0rsteds við danska fylgismenn
atómhyggjunnar er að finna hjá [32ac[. Enski efnafræðingurinn John Dalton
jl766-1844| var einn helsti frumkvöðull að atómkenningu nútímans. Hann
gerði ítarlega grein fyrir niðurstöðum sínum í ritinu A New System of
Chemical Philosophy, sem kom út í þremur bindum í London á árunum
1808 til 1827.
99 Sjá t.d. grein L.R Williams: Michael Faraday and the Physics of 100 Years
Ago. Science 156, 1967, bls. 1335-42.
58