Ritmennt - 01.01.2003, Page 66
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Frá hverjum þessara púnkta, sem raunar eru ekkert, heldur öldungis
tómir, verða að gánga aflstraumar í allar áttir eins og geislar, og spyrna
á móti aflgeislum hinna púnktanna. Hér er nú ekkert annað en andleg-
ir kraptar, sem spyrna hver á móti öðrum, og er það almættið sjálft, er
spyrnir á móti sjálfu sér.
Efnið er sem sé ekki safn örlítilla iðandi atóma, eins og í atóm-
kenningum, heldur er það birtingarform krafta. Það er seiling
aflgeislanna, hversu langt þeir ná að komast frá sérhverjum
punkti, sem skilgreinir stærð viðkomandi frumagnar:
Nú eins og sólargeislinn er samsettur af ljósögnum, eða öldum, sem
streyma hver á eptir annarri, svo verður líka aflgeislinn að vera samsett-
ur af rykkjum, er koma hver á fætur öðrum. Eptir því sem þessir rykk-
ir fara lángt út frá sínum útgángs-púnkti, eptir því verða frumagnirnar
stærri, og eptir því verður líkaminn stæltari. Þar á móti verður líkam-
inn þvf stælingar-minni, sem aflgeislinn er styttri og rylckirnir fara
skemmra. En harka og linka hlutanna fer eptir því, hvað þeir eru holótt-
ir, og eptir því hvernig samloðunaraflið hagar sér. Því nær sem útgángs-
púnktarnir færast hver að öðrum, því stríðari verða aflgeislarnir, af því
þeir þéttast þar og sameinast.
Samkvæmt þessu er ljóst, að Björn gerir eklci ráð fyrir fjarhrifum
(e. action at a distance), heldur lætur hann krafthrifin geisla út
frá kraftmiöjunum með endanlegum hraða. Þetta er í samræmi
við kraftahyggju rómantísku náttúruspelcinnar og reyndar má sjá
vissa samlíkingu við hugmyndir nútíma skammtafræði um víxl-
verlcanir öreinda. Hið síðastnefnda er þó hrein tilviljun og ber
ekki að taka alvarlega.
Af þessum hugmyndum leiðir, að heimurinn er í sífelldri
endurnýjun:
Ef frumögnin ekki endurnýaðist hvert augnablik, eins og fossinn í ánni
eða geislinn frá sólinni, þá vöruðu líkamirnir ekki nema eitt augnablik
eins og rykkur; maður hlýtur því að álíta krapt frumagnarinnar eins og
sírennandi straum. Þessi sírennandi aflstraumur vitnar, að alheimur sé
eintómur, gagntær, guðdómlegur kraptur eða vilji, en ekki meiningar-
laust, sjálfstætt og óþjált efni, eins og Plató hélt.
Á öðrum stað segir Björn:
Guð hefur því ekki smíðað náttúruna einu sinni til að láta hana síðan
gánga sjálfkrafa, heldur endurnýjar hana hvert augnablik; þar mótspyrn-
an lítur út, sem sífellt rennsli, eða guðlegir miðflótta-stormar eða mið-
flótta-afl. Þetta bendir líka til, að náttúran hafi aldrei spillzt, heldur að
hún sé eins og nýsköpuð hvert augnablik. Fúi, rotnun, brennsla og aðrar
efnanna ummyndanir eru ekki náttúruspillingar, heldur náttúrulög.108
108 Úr skýringum Björns við 321. erindi Njólu.
62