Ritmennt - 01.01.2003, Síða 68
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Benedikt Gröndal.
verja rúm sitt fyrir kringumliggjandi ögnum (það geta ekki þeir mathe-
matisku púnktar sem ekkert rúm hafa að verja og þeir verja ekki held-
ur stað sinn í tímanum). Frumagnir verða því að spyrna í allar áttir,
þannig er Expansionen Central afl (vis centralis) lík Attractioninni,
nema hvað hún hrindir frá Centro í stað þess að Gravitationin dregur að
Centro ... Hér er þá bæði Centrum og svæði þar útfrá. Væri ekki þetta
afl í hinum minnstu hinum pörtum efnisins, þá létu líkamirnir fergja
sig saman í einn púnkt án nokkurrar fyrirstöðu. En fyrirstaðan vex því
meira sem að er þrengt, og loksins verður hún svo stríð, að nær ómögu-
legt verður að fergja meira. Þetta hafa rnenn kallað Impenetrabilitas.
Hér má nú sjá, að frumagnirnar hafa ekki eiginlega ákvarðaða stærð,
heldur kemur stærð þeirra mjög uppá útvortis kringumstæður svo sem
útvortis aðþrengingu, hita og samloðun etc.
Um kraftverkunina segir Björn:
... þar sem tíminn er sameinaður rúminu, eins og er í náttúrukröptun-
um, þar dugir ekki að skipta einungis rúminu. Hvað er þá á móti því að
frumagnirnar séu þannig eins og öfl samsettar af rúmi og tíma og end-
urnýist hvert augnablik? Þær verða heilar aptur samstundis þó höggnar
væru, geta verið samsettar af rykkjum eða kippum, sem koma hver á
fætur öðrum eins og setið væri við galvaniskt Batteri, en galvansslögin
finnast ekki fyrr en komið er nærri. Með þessu móti má ímynda sér að
þær hrindi hver annarri frá sér, en undireins eptir vissum lögmálum
dragi hver aðra til sín, þannig að aðdráttur og hrinding modificeri hvort
annað, allt eptir vilja og skipun þess, sem eilíflega segir verði! og þar
verður.
Þorvaldur Thoroddsen.
Og að endingu:
Frumögnin er enginn kroppur (corpus) heldur kraptur (dynamis) og er
nokkurskonar galvansrykkjastraumur, sem gengur í allar áttir útfrá einu
Centro. Spyrji menn: hverju verður rykkt þar sem ekkert er til? svarast:
frumagnirnar ryklcja hver annarri. Væri ekki nema ein frumögn, þá væri
eilíf kyrrð og ró; en þar þær eru margar, þá er eilífur hardagi og bombard-
ement, eptir lögmáli þess sem öllu ræður. Líkamirnir verða þá frumagn-
anna bardagi.
Spyrji menn aptur: hvað er þá ein frumögn? get jeg aungvu svarað nema
að þar sé lögmál hins almáttuga vilja (Miraculum)(Realismus) eða
kannske tilfinning, eða hugsan sem hann hann neyðir uppá sálir vorar
(Idcalismus). Þannig getur vel verið að alheimur sé ekki annað en hugs-
an Guðs, opinberuð sálum vorum.
Lýkur hér umfjöllun um kraftakenningu Björns Gunnlaugs-
sonar.
Á seinni hluta nítjándu aldar hefur umræðan hér á landi um
atómhyggju og kraftahyggju væntanlega fyrst og fremst farið
frarn innan veggja Reykjavíkurslcóla og síðan einnig í Lækna-
skólanum, eftir að hann tók til starfa árið 1860. Fljótlega upp úr
64