Ritmennt - 01.01.2003, Page 70

Ritmennt - 01.01.2003, Page 70
EINAR H. GUÐMUNDSSON RITMENNT Ágúst H. Bjarnason. Þorkell Þokelsson. árunum 1897-99 fann Englendingurinn Joseph John Thomson (1856-1940) rafeindina. Sl<ammtaliugtaldð sá dagsins ljós árið 1900 í grein Þjóðverjans Max Karls Ernsts Ludvigs Plancks (1858-1947) um svarthlutargeislun og fimm árum síðar inn- leiddi Einstein ljóseindina. Sama ár setti hann einnig fram tak- mörkuðu afstæðiskenninguna. Með þessari hrinu nýrra uppgötv- ana má segja, að nútíminn hafi gengið í garð í eðlisfræði. Areiðanlegar fréttir af þessum uppgötvunum og öðrum nýj- ungum í eðlisfræði og efnafræði, sem á eftir fylgdu, bárust mis- hratt hingað til lands. Fyrsti íslenski eðlisfræðingurinn, Nikulás Runólfsson (1851-98), skrifaði stutta frétt um röntgengeisla í Eimreiðina strax árið 1896111, en það beið hins vegar næsta eðl- isfræðings, Þorkels Þorkelssonar (1876-1961) síðar veðurstofu- stjóra, að gera íslendingum ítarlegri grein fyrir þessu hagnýta fyrirbæri tuttugu árum síðar [96a]. Árið 1910 fjölluðu bæði Þorvaldur Thoroddsen og Ágúst H. Bjarnason allítarlega um geislavirkni, rafeindir og fyrstu óljósu hugmyndirnar um innri gerð atóma, annar í Eimreiðinni [98c], hinn í Skírni [6a]. Ágúst fjallaði svo aftur um efnið í greinaröð sinni um „Heimsmyndina nýju" á árunum 1915 til 1916 [6b]. Hann minnist þó ekki á atómlíkan Ernests Rutherfords (1871-1937), sem sett var fram 1911. Ekki virðist hafa verið fjallað um kenningu Rutherfords um atómkjarnann á prenti hér á landi fyrr en á árunum 1921 til 1922. Þá birtust tvær greinar um efnið, önnur eftir Ágúst [6c], hin eftir Þorkel [96b]. Það er athyglisvert, að þótt Þorkell fjalli lauslega um svokallaða Browns-hreyfingu, þá minnist hann ekki á greinar Einsteins um það efni frá 1905, en talið er að þær hafi sannfært flesta vísindamenn um tilvist atóma. Hvorki Ágúst né Þorkell nefna atómlíkan Nielsar Bohrs (1885-1962) frá 1913 eða kenningu Einsteins um ljósskammta frá 1905. Það verkefni beið Trausta Ólafssonar efnaverkfræðings (1891-1961), sem sagði landsmönnum frá hinum byltingakenndu nýju hugmyndum skammtafræðinnar í greininni „Frumeinda- kenning nútímans" árið 1924 [91 a].112 111 Nikulás Runólfsson: Merkileg uppgötvun. Eimreiðin 2, 1896, bls. 72-73. Nikulás var í hópi þeirra, sem tóku fyrstu röntgenmyndirnar í Danmörku árið 1896. Um hann má lesa hjá [65]. 112 Skömmu síðar skrifaði Trausti öllu ítarlegri grein um atómkenningu Bohrs 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.