Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 70
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Ágúst H. Bjarnason.
Þorkell Þokelsson.
árunum 1897-99 fann Englendingurinn Joseph John Thomson
(1856-1940) rafeindina. Sl<ammtaliugtaldð sá dagsins ljós árið
1900 í grein Þjóðverjans Max Karls Ernsts Ludvigs Plancks
(1858-1947) um svarthlutargeislun og fimm árum síðar inn-
leiddi Einstein ljóseindina. Sama ár setti hann einnig fram tak-
mörkuðu afstæðiskenninguna. Með þessari hrinu nýrra uppgötv-
ana má segja, að nútíminn hafi gengið í garð í eðlisfræði.
Areiðanlegar fréttir af þessum uppgötvunum og öðrum nýj-
ungum í eðlisfræði og efnafræði, sem á eftir fylgdu, bárust mis-
hratt hingað til lands. Fyrsti íslenski eðlisfræðingurinn, Nikulás
Runólfsson (1851-98), skrifaði stutta frétt um röntgengeisla í
Eimreiðina strax árið 1896111, en það beið hins vegar næsta eðl-
isfræðings, Þorkels Þorkelssonar (1876-1961) síðar veðurstofu-
stjóra, að gera íslendingum ítarlegri grein fyrir þessu hagnýta
fyrirbæri tuttugu árum síðar [96a]. Árið 1910 fjölluðu bæði
Þorvaldur Thoroddsen og Ágúst H. Bjarnason allítarlega um
geislavirkni, rafeindir og fyrstu óljósu hugmyndirnar um innri
gerð atóma, annar í Eimreiðinni [98c], hinn í Skírni [6a]. Ágúst
fjallaði svo aftur um efnið í greinaröð sinni um „Heimsmyndina
nýju" á árunum 1915 til 1916 [6b]. Hann minnist þó ekki á
atómlíkan Ernests Rutherfords (1871-1937), sem sett var fram
1911. Ekki virðist hafa verið fjallað um kenningu Rutherfords
um atómkjarnann á prenti hér á landi fyrr en á árunum 1921 til
1922. Þá birtust tvær greinar um efnið, önnur eftir Ágúst [6c],
hin eftir Þorkel [96b]. Það er athyglisvert, að þótt Þorkell fjalli
lauslega um svokallaða Browns-hreyfingu, þá minnist hann ekki
á greinar Einsteins um það efni frá 1905, en talið er að þær hafi
sannfært flesta vísindamenn um tilvist atóma.
Hvorki Ágúst né Þorkell nefna atómlíkan Nielsar Bohrs
(1885-1962) frá 1913 eða kenningu Einsteins um ljósskammta frá
1905. Það verkefni beið Trausta Ólafssonar efnaverkfræðings
(1891-1961), sem sagði landsmönnum frá hinum byltingakenndu
nýju hugmyndum skammtafræðinnar í greininni „Frumeinda-
kenning nútímans" árið 1924 [91 a].112
111 Nikulás Runólfsson: Merkileg uppgötvun. Eimreiðin 2, 1896, bls. 72-73.
Nikulás var í hópi þeirra, sem tóku fyrstu röntgenmyndirnar í Danmörku
árið 1896. Um hann má lesa hjá [65].
112 Skömmu síðar skrifaði Trausti öllu ítarlegri grein um atómkenningu Bohrs
66