Ritmennt - 01.01.2003, Side 89

Ritmennt - 01.01.2003, Side 89
RITMENNT ÞÝDDIR REYFARAR Á ÍSLENSKUM BÓKAMARKAÐI UM MIÐJA 18. ÖLD er síðan ítrekað í sögulokin, en þar er að finna kaflann „Lehre" þar sem heilræði með uppfræðsluboðskap eru sett fram í sex liðum lesendum til handa í dyggðugu líf- erni. í lok hinnar dönsku þýðingar sögunn- ar, sem kom út árið 1740 og er því trúlega þýðing annarrar útgáfu hennar frá 1739, birtist þessi sami kafli í nánast orðréttri þýðingu og ber þar heitið „Lærdom". Kafl- ans eða lærdómskenninganna er sérstaklega getið á titilsíðu dönsku bókarinnar: „For- fattet med Moralske Anmærkninger", líkt og finna má á bókarkápu fyrrnefndu þýslcu útgáfunnar, „die beygefefiten sinnreichen Anmerlcungen." Um þennan uppfræðslu- og heilræðakafla þýsku og dönslcu sagnanna verður ekki annað sagt en að hann sé þung- ur aflestrar, sem reyndar einkennir stóran hluta sjálfrar sögunnar, og ekki er hann sér- stök skemmtilesning. Sú mötun sem kem- ur fram í kaflanum, þar sem fræðslugildi sögunnar er rækilega undirstrikað, þ.e. hvernig feta beri vegi dyggðarinnar, og hug- rnyndin um synd og náðun (syndaaflausn), er í fullu samræmi við áherslur píetista þessa tíma um sjálfsuppgjör söguhetju og hvernig því skuli komið á framfæri í hók- menntum. Samtímastraumar í trúmálum og stefna yfirvalda endurspeglast í píetískri hugmyndafræði sem tröllríður sögunni auk annarra sagna frá þessum tíma þar sem sjálfsævisögukrufningin er í forrni trúar- legra játninga. Tveir Robinson í frjálslegri þýóingu íslenskri Eins og fram hefur komið um hinar ís- lensku gerðir sagnanna af Berthold og Gustav þá eru þær styttar töluvert frá dönsku fyrirmyndinni, og á það sérstaklega við um Gustavs sögu. Enn hefur ekki orðið úr hjá undirritaðri að ráðast í að bera ís- lenslca texta Gustavs sögu saman við er- lendu textana, en Bertholds saga hefur hins vegar verið slcoðuð rækilega. Helstu niðurstöður eru þær að hin danslca þýðing Bertholds sögu fylgi þýslca textanum mjög nákvæmlega, og telst það til tíðinda ef þýðingin er eklci orðrétt. En það sarna verð- ur ekki sagt urn þýðingu Þorsteins Ketils- sonar sem er nokkurs konar endurgerð dönsku fyrirmyndarinnar, enda ýmsu hag- rætt eða hreinlega sleppt eftir höfði þýðand- ans - og jafnvel útgefandans - þó að í meg- inatriðum sé helstu efnisatriðum fylgt. Margt af því sem íslenski þýðandinn hleyp- ur yfir vekur til umhugsunar, svo sem þeg- ar í ljós kemur að hann sneyðir algerlega hjá lærdómskaflanum fyrrnefnda. Af breytingum sem gerðar eru í íslensku þýðingunni sést að þeir sem stóðu að henni og útgáfu hennar hafa markað sér ákveðna stefnu í upphafi. Hún virðist vera í meginat- riðurn sú að draga úr trúarhita og játningum sögupersóna og hinni yfirþyrmandi siða- vendni en leggja meiri áherslu á fagurfræði og skemmtigildi sögunnar. Þetta bendir til að þeir hafi gert sér fulla grein fyrir því að ekki væri grundvöllur fyrir sögu í þeim trú- arlega siðaboðskaparanda sem einkennir fyrirmyndina. En þess ber að gæta að þrátt fyrir að íslensk gerð Bertholds sögu sé laus undan forræðishyggju fyrirmyndarinnar er samt sem áður ríkjandi sú hneigð að sýna manneslcjuna í glímu við veruleikann í ljósi trúarinnar á guð, og í stað þess að gefast upp leitar hún úrræða og þroskast við hverja 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.