Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 110
HRAFN SVEINBJARNARSON
RITMENNT
„Sjaldan sáust lögregluþjónar „pólití" eða
„vaktarar" í Vesturbænum, nema helzt þeg-
ar erlendir sjómenn lágu inni."58 Þegar
ókunnugir voru annars vegar hafa vaktar-
arnir jafnan verið á varðbergi.
Samkvæmt instrúxi vaktarans í Reykja-
vík frá 1792 var hluti af búnaði hans lukt og
lampi. Næturvaktararnir í Reykjavík sáu
um götuljósin um skeið. Heimildir eru um
laun þeirra fyrir þessa umsjón frá 187659 og
upp frá því og sérstaklega er getið um götu-
ljósin í starfsreglum næturvarðanna frá
1889.60 Klemens Jónsson segir götulýsing-
una allajafna hafa verið ófullnægjandi „þó
lömpum hefði fjölgað. 1906 var farið fyrir
alvöru að hefja umræður um að raflýsa bæ-
inn." í september 1910 var komið á gaslýs-
ingu í Reykjavík.61
í Kaupmannahöfn hefur verið talið að
götulýsing með lýsislömpum, sem þar hófst
fyrst 1681, hafi verið ástæða þess að komið
var á reglulegri næturvakt 1683 með tilskip-
un um „Gadelygter og Natvægtere".62
Samkvæmt 9. grein instrúxins frá 1792
átti vaktarinn í Reykjavík að hafa eftirlit
með vatnsbólum hæjarins, enda má sjá að
reikningur hefur verið sameiginlegur fyrir
„vægter- og vandvæsen" Reykjavíkur á 19.
öld.63 Þessi grein tengist því bæði slökkvi-
störfum og vatnsveitu.
Samkvæmt 2. grein instrúxins átti valct-
arinn að hringja kirkjuklukkunni eftir
tímaglasinu, jafn oft og klukkan var, og átti
hann að gæta þess vel að glasið stöðvaðist
ekki eða gefinn væri til kynna rangur tími
af vangá. Samkvæmt reikningi greiddu
vakteftirlitsmcnnirnir fyrir aðgang að stofu-
klukku Egils Helgasonar Sandholt á árun-
um 1793-95.64 Við þá klulcku var þá vænt-
anlega miðað þegar farið var að snúa stunda-
glasinu á kvöldin og tímamæling hófst.
Hér verður eklci ritað frekar um störf
vaktaranna, þótt því efni mætti gera miklu
betri skil, heldur fjallað um vaktaraversin.
Vaktaravers og söngur
Vaktarar hafa gefið frá sér hljóð frá því í
grárri forneskju, en það má, eins og fyrr er
getið, rekja í heimildum, m.a. til turnvakt-
ara í borgum eða köstulum Evrópu á mið-
öldum. A virkisveggjum og í varðturnum
voru varðmenn, turnvaktarar, sem gáfu
merki allan sólarhringinn. Var það gert með
ýmsum hætti, svo sem með klukkuslætti,
fánaveifum, ljósmerkjum og lúðraköllum.
Við valctaskipti í rómverska hernum tíðkað-
ist frá fornu fari að þeyta lúðra.65
Til þessa háttalags vaktmanna má að
nokkru rekja uppruna evrópskra bæjartón-
listarmanna (danslca: stadsmusikanter;
þýska: Stadtpfeifer eða Ratsmusikus,- enska:
waits). Tónlistarmenn af þessu tagi voru
aldrei til á íslandi þótt margir hafi líklega
kannast við þá úr sögunni um Brimaborgar-
söngvarana í þýskum ævintýrum Grimms-
bræðra. Tengslin milli bæjartónlistarmanna
58 Hendrik Ottósson (1948) bls. 9.
59 Borgarskjalasafn, Götulýsing. Umslag merkt
„Heimildir um götulýsingu í Reykjavík 2. sept.
1876. 26/8 1976." Fyrst virðist hafa verið kveikt á
götuljósinu á Bakarabrúnni 2. september 1876 og er
það talið upphaf götulýsingar í Reylcjavík.
60 Guðbrandur Jónsson (1938) bls. 103 og 115.
61 Klemens Jónsson (1929) Síðara bindi, bls. 215-16.
62 Stein (1898) bls. 8-9.
63 Sbr. Borgarskjalasafn, Reikevigs Vægtervæsen 1791
-1813.
64 Guðbrandur Jónsson (1938) bls. 24.
65 Neumann (1962) dlk. 1695.
106