Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 114

Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 114
HRAFN SVEINBJARNARSON RITMENNT Reykjavík, nokkurs konar stimpilklukk- ur.79 Var það að erlendri fyrirmynd en var lagt niður 1911. Samkvæmt 2. grein vaktarainstrúxins 3. október 1778 átti annar vaktaranna í Reykjavík að hringja kirkjuklukkunni eftir því hvaða stund var og syngja vaktaravers. Fram kemur að vökturunum hafi verið leveiuð (þ.e. afhent) vaktaravers. Einnig seg- ir í 3. grein vaktarainstrúxins frá 1792, í ís- lenskri þýðingu: Þegar hann hefur þannig slegið stundirnar, er honum skylt að kalla strax tímann og hin ákveðnu valctaravers utan við glugga eftirlits- mannanna, svo nærri rúmstæði þeirra sem kost- ur er, og þar að auki á miðri götunni utan við hús maddömu Angels nr. 5 og að síðustu ofar í Reykjavík milli bæja maddömu Brun og Holms timburmanns. Þó má hann mjög gjarnan kalla á fleiri stöðum sé farið fram á það við hann, en þá ber að greiða honum sérstaklega þá fyrirhöfn. Bæjarfógetinn Stefán Gunnlaugsson setti vaktaranum í Reykjavík nýjar reglur 10. febrúar 1848, „Reglur fyrir næturvörðinn í Reykjavíkur kaupstað", og tóku þær gildi 11. febrúar það ár. Þar stendur að nætur- vörðurinn skuli hrópa á íslenskrí tungu hjá sérhverju húsi ... með þessum orðum: „Hó. hó. Næturvörður. Klukkan er ...; Vindurinn er á ... " Milliáttanna skal einnig getið, þegar svo stendur á, t.d. „vind- urinn er landsunnan" o.s.frv. Það sem úr þessu varð þótti heldur kátbros- legt í munni vaktaranna, og var gert grín að þessari skyldu þeirra með orðunum „Hó. Hó. Næturvörðurinn. Klukkan er fimm. Vindurinn er logn."80 Bréf frá þessum tíma staðfesta að áður hafi næturvörðurinn í Reykjavík kallað á dönsku. Var því breytt með reglunum 1848. Þá ákvörðun kærðu danskir kaupmenn til Rosenorns stiftamtmanns, en hann lét kyrrt liggja.81 Guðbrandur Jónsson taldi að með reglun- um 1848 hefðu vaktararnir hætt að syngja en tilfærir ekki fyrir því heimildir.82 Þetta kemur elcki heim við það sem hann segir annars staðar í sama riti. Þar gerir hann reyndar lítið úr söng vaktaranna án þess að hafa nolckuð fyrir sér í því, en lætur fylgja að rosknir Reykvíkingar muni eftir þessum söng fram um 1874.83 Hvað sem því líður má telja sennilegt að söngurinn taki að hverfa eða sé horfinn þeg- ar embættisreglur bæjarstjórnar Reykjavík- ur um löggæslumenn voru settar 21. mars 1889, enda er hans ekki getið þar. Um sömu mundir þagnaði vaktarasöngurinn í smá- bæjum í Danmörku.84 Áreiðanlegur og ná- kvæmur vitnisburður um það hvenær vakt- arasöngur féll niður í Reykjavík er þó ekki til. Vaktarastarfið var lagt niður 1918 og við tóku lögregluþjónar á næturvakt.85 Þá hafði vaktarasöngurinn líklega ekki heyrst lengi. 79 Guðbrandur Jónsson (1938) bls. 116-17. 80 Guðbrandur Jónsson (1938) bls. 72. Hér má benda á að sá siður að vaktarar hrópuðu vindáttina um leið og tímann tíðkaðist í Bremerhafen á 19. öld skv. Wichner (1897) bls. 62. í Noregi munu vaktarar hafa kallað vindáttina, sbr. Vollsnes (2001) bls. 306. Einnig í Svíþjóð sbr. Möller (1916) bls. 132. Skv. 9. gr. Vaktarainstrúxins í Kaupmannahöfn 1784 áttu vaktarar einnig að hrópa „hvad Vinden er." Instruction (1784) bls. 10-11. Þessa er ekki getið í þeim dönslcu ritum sem hér eru notuð um vaktara. 81 Páll Eggert Ólason (1930) bls. 430. Rosenorn kunni sjálfur íslensku. 82 Guðbrandur Jónsson (1938) bls. 72. 83 Guðbrandur Jónsson (1938) bls. 23. 84 Jersild og Brix (1951) bls. 8. 85 Guðbrandur Jónsson (1938) bls. 128, sbr. sama rit 110
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Ritmennt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.