Ritmennt - 01.01.2003, Side 115
RITMENNT
VÖKUMAÐUR, HVAÐ LÍÐUR NÓTTINNI?
Árni Óla vitnar til texta um að Gissur
Magnússon, sem var vaktari í Reykjavík
fram til 1830, hafi sungið „dönsk vers", en
ekki er ljóst hvaðan hann hefur það. Jafn-
framt segir Árni um nýjar starfsreglur vakt-
aranna 1848:
í 57 ár samfleytt höfðu hinir dönsku kaupmenn
í Reykjavík hlustað á danskar upphrópanir milli
dúranna, hallað sér á vangann og sofnað sætt við
danskan sálmasöng ...86
Árni Óla telur hersýnilega að vegna hinna
nýju reglna hafi vaktarar tekið að nota ís-
lensku í stað dönsku áður.
Eins og áður segir kemur fram í vaktara-
instrúxinu 1778 að vökturunum hafi verið
afhent vaktaravers. Samkvæmt framan-
sögðu hefðu þau átt að vera á dönsku, og
það hefur hingað til verið haft fyrir satt.87
I grænni öskju í þjóðdeild Landsbóka-
safnsins er prentað blað í stóru broti. Þetta
eru tólf vaktaravers á íslensku, prentuð á
Hólum 1778 af Pétri Jónssyni. Síra Þor-
steinn Sveinbjarnarson hefur þýtt tíu þeirra
úr dönsku en ort tvö sjálfur. Athygli vekur
að þau eru samin 1777, árið áður en fyrsta
íslenslta valttarainstrúxið var gefið út. Valct-
araversin íslensku voru prentuð sama ár og
vaktarainstrúxið var gefið út, 1778, en ekki
er þó kunnugt um að instrúxið liafi verið
prentað. Eintak Landsbóltasafnsins af vakt-
araversunum er það eina sem vitað er um.
Islensku valttaraversin eru prentuð á
Hólum en þar virðast flestar stalcar kon-
unglegar tilskipanir varðandi ísland hafa
verið prentaðar á 18. öld. Hrappseyjarprent-
smiðja var á dögum á þessum tíma en þar
voru aðeins prentaðar einar þrjár ltonung-
legar tilskipanir og ein auglýsing á árunum
1777- 87. Þó var prentað þar 1785 inntak úr
helstu nýjustu konunglegu forordningun-
um og hinar svokölluðu Hrappseyjarfor-
ordningar, safn Itonunglegra tilskipana sem
kom út í tveimur bindum á árunum 1776 -
78.88 Þriðja bindið ltom svo út í Kaup-
mannahöfn 1787. Verkasldptingin milli ís-
lensku prentsmiðjanna tveggja virðist í
stórum dráttum hafa verið sú að Hrappseyj-
arprentsmiðja prentaði Lögþingisbælturnar
og rit veraldlegs eðlis, og þá er einkum átt
við rit sem vörðuðu landsliagi og bústjórn
(landokonomi), en Hólaprentsmiðja prent-
aði hins vegar guðsorð, sltólabækur og stalo
ar konunglegar tilskipanir, auglýsingar og
opin bréf eftir því sem þeirra var þörf. Mið-
að við þetta var eðlilegt að Hólaprentsmiðja
prentaði vaktaraversin, enda heyrðu Inn-
réttingarnar með vökturum sínum undir
ltonung. Prentarinn sem prentaði valctara-
versin, Pétur Jónsson, var liöfuðprentari á
Hólum 1775- 80, áður setjari þar.89
Höfundur þýðinganna á vaktaraversunum
og frumortu versanna var Þorsteinn Svein-
bjarnarson (1730-1814). Hann var um tíma
skrifari Skúla Magnússonar landfógeta, en
varð prestur liegningarhússins í Reykjavík og
iðnaðarstofnananna 1765.90 Þessi tengsl hans
bls. 111 og áfram. Frá aldamótunum 1901 tóku
kaupmenn í Reykjavík upp sérstalca næturvörslu á
eigin vegum og stóð hún til 1931. Guðbrandur
Jónsson (1938) bls. 113. Næturverðir hafa síðan
tíðkast, ýmist ráðnir til þess sérstaklega eða á veg-
um fyrirtækja á sviði öryggisgæslu.
86 Árni Óla (1950) bls. 247.
87 Sbr. Þorsteinn Jónsson og Guðmundur Guðjónsson
(1997) bls. 18, en þar eru prentuð dönsku vaktara-
versin í Kaupmannahöfn.
88 Kongelige Allernaadigste Forordninger og Aabne
Breve ... Rappsoc 1776 og 1778.
89 Klemens Jónsson (1930) bls. 72.
111