Ritmennt - 01.01.2003, Page 115

Ritmennt - 01.01.2003, Page 115
RITMENNT VÖKUMAÐUR, HVAÐ LÍÐUR NÓTTINNI? Árni Óla vitnar til texta um að Gissur Magnússon, sem var vaktari í Reykjavík fram til 1830, hafi sungið „dönsk vers", en ekki er ljóst hvaðan hann hefur það. Jafn- framt segir Árni um nýjar starfsreglur vakt- aranna 1848: í 57 ár samfleytt höfðu hinir dönsku kaupmenn í Reykjavík hlustað á danskar upphrópanir milli dúranna, hallað sér á vangann og sofnað sætt við danskan sálmasöng ...86 Árni Óla telur hersýnilega að vegna hinna nýju reglna hafi vaktarar tekið að nota ís- lensku í stað dönsku áður. Eins og áður segir kemur fram í vaktara- instrúxinu 1778 að vökturunum hafi verið afhent vaktaravers. Samkvæmt framan- sögðu hefðu þau átt að vera á dönsku, og það hefur hingað til verið haft fyrir satt.87 I grænni öskju í þjóðdeild Landsbóka- safnsins er prentað blað í stóru broti. Þetta eru tólf vaktaravers á íslensku, prentuð á Hólum 1778 af Pétri Jónssyni. Síra Þor- steinn Sveinbjarnarson hefur þýtt tíu þeirra úr dönsku en ort tvö sjálfur. Athygli vekur að þau eru samin 1777, árið áður en fyrsta íslenslta valttarainstrúxið var gefið út. Valct- araversin íslensku voru prentuð sama ár og vaktarainstrúxið var gefið út, 1778, en ekki er þó kunnugt um að instrúxið liafi verið prentað. Eintak Landsbóltasafnsins af vakt- araversunum er það eina sem vitað er um. Islensku valttaraversin eru prentuð á Hólum en þar virðast flestar stalcar kon- unglegar tilskipanir varðandi ísland hafa verið prentaðar á 18. öld. Hrappseyjarprent- smiðja var á dögum á þessum tíma en þar voru aðeins prentaðar einar þrjár ltonung- legar tilskipanir og ein auglýsing á árunum 1777- 87. Þó var prentað þar 1785 inntak úr helstu nýjustu konunglegu forordningun- um og hinar svokölluðu Hrappseyjarfor- ordningar, safn Itonunglegra tilskipana sem kom út í tveimur bindum á árunum 1776 - 78.88 Þriðja bindið ltom svo út í Kaup- mannahöfn 1787. Verkasldptingin milli ís- lensku prentsmiðjanna tveggja virðist í stórum dráttum hafa verið sú að Hrappseyj- arprentsmiðja prentaði Lögþingisbælturnar og rit veraldlegs eðlis, og þá er einkum átt við rit sem vörðuðu landsliagi og bústjórn (landokonomi), en Hólaprentsmiðja prent- aði hins vegar guðsorð, sltólabækur og stalo ar konunglegar tilskipanir, auglýsingar og opin bréf eftir því sem þeirra var þörf. Mið- að við þetta var eðlilegt að Hólaprentsmiðja prentaði vaktaraversin, enda heyrðu Inn- réttingarnar með vökturum sínum undir ltonung. Prentarinn sem prentaði valctara- versin, Pétur Jónsson, var liöfuðprentari á Hólum 1775- 80, áður setjari þar.89 Höfundur þýðinganna á vaktaraversunum og frumortu versanna var Þorsteinn Svein- bjarnarson (1730-1814). Hann var um tíma skrifari Skúla Magnússonar landfógeta, en varð prestur liegningarhússins í Reykjavík og iðnaðarstofnananna 1765.90 Þessi tengsl hans bls. 111 og áfram. Frá aldamótunum 1901 tóku kaupmenn í Reykjavík upp sérstalca næturvörslu á eigin vegum og stóð hún til 1931. Guðbrandur Jónsson (1938) bls. 113. Næturverðir hafa síðan tíðkast, ýmist ráðnir til þess sérstaklega eða á veg- um fyrirtækja á sviði öryggisgæslu. 86 Árni Óla (1950) bls. 247. 87 Sbr. Þorsteinn Jónsson og Guðmundur Guðjónsson (1997) bls. 18, en þar eru prentuð dönsku vaktara- versin í Kaupmannahöfn. 88 Kongelige Allernaadigste Forordninger og Aabne Breve ... Rappsoc 1776 og 1778. 89 Klemens Jónsson (1930) bls. 72. 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.