Ritmennt - 01.01.2003, Page 133

Ritmennt - 01.01.2003, Page 133
RITMENNT 8 (2003) 129-40 Gísli Brynjúlfsson Tvö bréf til móður Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar Handritið Nks 2030 fol í Konungsbókhlöðu í Kaupmanna- höfn varðveitir tvö bréf frá Gísla Brynjúlfssyni yngra til rnóður hans Guðrúnar Stefánsdóttur Thorarensen. Þau eru skrif- uð fyrsta árið sem Gísli var við háskólanám í Höfn og greina frá því sem á daga hans dreif. Gísli Gíslason eða Gísli Brynjúlfsson, eins og hann kaus að nefna sig, fæddist 3. september 1827 á Ketilsstöðum á Völlum nolckru eftir að faðir hans drukknaði. Fyrstu æviárin var hann ýmist þar eða ásamt móður sinni hjá skyldfólki sínu í Eydölum, uns mæðginin fluttust sumarið 1831 að Enni á Höfðaströnd til Lárusar, tvíburabróður Guðrúnar, sýslumanns Skagfirðinga. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur árið 1835. Þau áttu heima í Landalcoti í næsta nágrenni við Helga G. Thordersen dómkirkjuprest og síðar biskup og Ragnheiði Stefánsdóttur Stephensen konu hans. Börn þeirra voru Ástríður, f. 1825 og Stefán, f. 1829. Ástríður Helgadóttir var send til Hafnar sumarið 1840 til að menntast að hefðarkvenna hætti. Þar lærði hún t.a.m. frönsku og að leika á hljóðfæri. Hún kom aftur til Reykjavíkur sumarið 1843 og bjó í foreldrahúsum í næsta nágrenni við Gísla. Gísli Brynjúlfsson hóf nám í Bessastaðaskóla haustið 1841. Hann var einlcar fríður unglingur, afburða nánis- rnaður og andlega bráðþroslca, en smár vexti og því kallaður Gísli litli. Ingibjörg Jónsdóttir, matráðskona á Bessastöðum og móðir Gríms Thomsens, sagði um hann að hann væri „afbragð flestra unglinga, gáfur þær bestu, breytni og hjartalag eins og eg get ímyndað mér manneslcju í sakleysisins standi". Benedilct Gröndal var samtíða Gísla í Bessastaðaslcóla. Hann Þjóðminjasafn íslands. Gísli Brynjúlfsson. Málverk af honum sem minnst er á í báðum þeim bréfum sem hér eru birt. 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.