Ritmennt - 01.01.2003, Side 136

Ritmennt - 01.01.2003, Side 136
GÍSLI BRYNJÚLFSSON RITMENNT gæti látið hjarta mitt tala við, og fann eg það, Ástríður! að innst í hjartanu hefi eg alltaf elskað þig innilega'' bætir hann síðar við. Gísli yrkir tregafull ljóð um skilnaðinn, en fátt er vitað hvað gerðist í hugarheimi hans veturinn eftir. Honum vegnaði miður vel í undirbúningsprófum sem hann þreytti, og Helgi biskup fór ekki í launkofa með að honum þótti Gísli hafa brugðist vonum sínum og annarra og sagði honum til syndanna. Á vordögum 1847 bjóst Gísli til heimferðar. Erindi hans var auk annars að binda endi á trúlofun sína og Ástríðar. Hvernig honum var innanbrjósts þegar það var allt um garð gengið má ráða af bréfi hans til Brynjólfs Snorrasonar, frænda síns, en þar farast honum orð á þessa leið: „Þegar eg kom inn að Laugarnesi, stóð ei á löngu, áður en allt var um garð gengið, og skal eg þegar við finnumst segja þér greinilega frá öllu, nú má þér vera nóg að vita, að eg er laus allra mála og að margt illt er um mig talað í Reykjavík, og hef eg af því gaman mikið". Helgi biskup skrifaði Brynjólfi Snorrasyni einnig um þessi málalok og fórust þannig orð um Gísla: „[...] með léttlyndi, gleði og hjartans fögnuði kvaddi hann hér alveg. - Móðir hans ætlar að sigla með honum, þau fóru héðan bæði undireins, elclci af því hún þyrfti að fara, heldur af því að hún vildi". Þau Gísli og Guðrún móðir hans sigldu til Hafnar um haustið. Ekki er vitað til að Guðrún hafi komið aftur til íslands. Hún var löngum á heimili Gísla og lifði hann svo að óvíst er að fleiri bréf hafi farið þeirra á milli. Gísli bjó alla tíð í Kaupmannahöfn og var síðast dósent við Hafnarháskóla. Hann lést 1888. Hvað varðar prentun þessara bréfa eru þau að rnestu höfð stafrétt til að þau gefi í megindráttum til kynna ritunarhátt síns tíma. Eftirfarandi breytingar hafa þó verið gerðar svo að textinn verði aðgengilegri: Farið er að nútíma reglum um stóran og lítinn staf, og hið sama er að segja um ritun y eða ý, en hér er þessi stafur aldrei ritaður með broddi. Víða er ónákvæmt eða óljóst hvort um er að ræða depla eða brodda yfir stöfum, og er þá farið eftir því sem skýrara virðist annars staðar, og sé þessara tákna vant eru þau sett þar sem það á við. Einnig er víða vandséð hvort ritað sé eitt orð eða tvö, þar sem slíkt gat verið breytilegt fyrr á tíð, og er þá hafður sami háttur á og hugað að hvað helst verði greint á öðrum stöðum. Þar sem vantar stafi í orð, sem sumt má þó ef til vill fremur rekja til eldri venju eða flýtisauka en pennaglapa, er 132
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.