Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 140
GISLI BRYNJULFSSON
RITMENNT
slsipi enn ef hann ei kémur þá bið eg að heilsa honum. Eg legg
hér innaní dálítinn seðil til Ástríðar enn afþví eg líka á von á
henni með póstskipi þá er hann svo stuttur. Ef hún kémur híng-
að með föður sínum, geymdu þá seðilinn óuppbrotinn þángaðtil
hún kémur aptur. Fyrirgéfðu nú þettað rugl elskulega móðir! Það
er hvörlci heilt né hál<f>t enn þó nóg til að láta þig vita að eg lifi
og mér líði vel. Vertu nú sæl og lifir þú ætíð glöð og ánægð.
- Þess óskar
þinn einlægt elskandi sonur
Gísli Gíslason. -
Brynjólfur biður kjærlega að heilsa þér. -
Skýringar
Siemsen: Carl Franz Siemsen, kaupmaður í Reykjavík. til examens: í
inntökuprófinu. lauð - laud: fyrsta einkunn. höfuðkaraktjer -
höfuðkarakter: aðaleinkunn. hauð - haud: önnur einkunn. geometria:
flatarmálsfræði. arithmetic: tölvísi. geografia: landafræði. laud præ
ceteris: ágætiseinkunn. Jónas Guðmundsson: Síðar prestaskólakennari
og prestur í Hítardal. artium: inntökupróf í Hafnarháskóla. rejekt: aftur-
reka. Ríemestað: Sennilega Rimestad, þ.e. Christian Rimestad, síðar
hæstaréttardómari. innkallaóur: heiðraður fyrir að skara fram úr á prófi.
til Nielsens: Vafalaust Rasmus Nielsen prófessor. til Rafns: Carl
Christian Rafn fornfræðingur. frú Jóhnsen: Birgitta Cecilia, kona Gríms
amtmanns Jónssonar. Grími: Grími Thomsen, sem vann á þessum tíma
að útgáfu fyrir Fornfræðafélagið. Rikka: Friðrika, elsta dóttir Gríms
Jónssonar amtmanns. Petersen kaupmanni: Óvíst við hvern er átt.
Sivertsen: í bréfi frá Helga G. Thordersen til Þorleifs Repps 3. ágúst
1840 talar Helgi um að dóttir hans, Ástríður, fari í vist um tíma til
frú Sivertsen. Líklegt má telja að hér sé átt við sama fólkið. Egilsen:
Sveinbjörn Egilsson relctor. Hann dvaldist í Höfn þennan vetur. til
Schapers: Christian Gottfried Schaper, prestur í Præstö og Sldbbinge á
Sjálandi. frú Schapers: Emilie Henriette Charlotte Schaper, f. Lassen.
Lund: Að líkindum John Christian Lund, prestur í Munkcbjergby og
Bromme á Sjálandi. Kona hans hét Erasmine Henriette, f. Struchmann.
í ódagsettu bréfi frá Jónasi Hallgrímssyni talar hann um prestsdóttur-
ina í Munkebjergby sem hann nefnir jómfrú Lund. Bréfið er talið skrif-
að síðla árs 1843. Lárus bróðir minn: Vafalaust Lárus Thorarensen
sýslumaður, móðurbróðir Gísla. til Major Meza 's: Christian Julius de
Meza var um skeið milcilsmetinn herforingi. Kona hans var Elisabeth
Birgitte, f. Tscherning. soireer: kvöldboð. G. Sivertsen: Guðmundur
Sivertsen. Eftir íslandsleiðangur Paul Gaimard 1836 fór Guðmundur
með honum til Frakklands, og var liann studdur til náms í París. Hann
las læknisfræði, og er talið að því námi hafi verið lokið er hann lést
voveiflega. B. sáluga Sivertsen: Bjarni Sivertsen þótti frábær efnis-
maður, en lést án þess að ljúka námi að fullu, 20. desember 1844. Þeir
Guðmundur og Bjarni voru bræður, synir Sigurðar Sívertsen, kaup-
manns í Reykjavík, og var Sívertsensfólkið náskylt Helga Thordersen.
136