Ritmennt - 01.01.2003, Síða 147
RITMENNT
GRÆNLENDINGAR FINNA AMERIKU
Þeir höfðu villzt af leið og vissu, að leiðin heim hlyti að
liggja í norðaustur. Þeir sneru þá á þá leið og komu til
Grænlands um sumarið. Sumarið 1001 eða 1002 freistaði
Þorsteinn, eldri sonur Eiríks, þess að fara til skógi vaxna
landsins sem bróðir hans hafði sagt frá. Eiríkur var og kvaddur
til farar, og trúðu menn gæfu hans og vildu njóta hennar.
Eiríkur var lengi tregur, en lét til leiðast að lokum, þótt það
kæmi fyrir ekki. Þá velkti lengi í hafi fyrir veðrum, og komu
þeir elcki á þær slóðir sem þeir vildu, hurfu loks aftur litlu nær
heim til Eiríksfjarðar.
Veturinn eftir herjaði farsótt í nýlendunni, er þangað hefur
eflaust borizt með skipi frá Evrópu. Þorsteinn var einn þeirra,
sem dóu, og varð Guðríður þá ckkja.
Næsta sumar, að því er virðist, 1003 eða 1004, kom íslend-
ingurinn Þorfinnur Karlsefni slcipi sínu, milclu og vel haf-
færanda, til Grænlands; annað skip kom þangað frá íslandi um
sama leyti. Þorfinnur var sagður fardrengur góður, hefur senni-
lega verið í förum ekki aðeins til norrænna landa og Bretlands-
eyja, heldur farið einnig suður með ströndum meginlands
Evrópu.
Eirílcur sýndi skipshöfnum beggja skipanna þá stórmennsku
að þeirrar tíðar hætti að bjóða þeim til sín heim um veturinn í
Brattahlíð. Þar hófust og brátt miklar umræður, að menn slcyldu
leita hins nýfundna lands í suðvestri og vitja góðra landskosta.
Og þar kom, að leiðangur var ger með þremur slcipum og 160
manna föruneyti. í því voru nolclcur hjón og meðal kvennanna
Guðríður, er Þorfinnur hafði gengið að eiga uni veturinn.
Þegar nú kemur að þessari aðaltilraun til landnáms í landi
handan Grænlands, er þess að geta, að fornfræðingar, sagnfræð-
ingar og landafræðingar hafa rætt það mál rækilega og reynt að
bera lcennsl á þau lönd, er þeir komu til. Þeir hafa þar einbeitt sér
mest að Vínlandi, hinu framandi landi lengst frá Grænlandi,
landsvæði ávaxta og sjálfsáins hveitis, þar sem engir voru vet-
urnir. Vér getum ekki hætt oss út í þá flóknu umræðu, heldur
látum oss nægja að vísa til einnar hinnar beztu umfjöllunar, sem
einnig er hvað nýjust, The Problem of Wineland (Vínlandsgátan)
eftir Halldór Hermannsson, frá 1936.
Flestir hinna lærðu kappræðumanna hafa verið svo áfram
um að finna Vínlandi stað í Georgíu, Virginíu, New York ríki,
143